Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 103
handritum. Konungsbréfi hans var lýst á Alþingi, en
Brynjólfur biskup virðist hafa lagzt á móti honum,
sem von var, þar sem Þórarinn lá undir ákæru fyrir
embættishneyksli. Enda er ekki vitað að Þórarni
hafi orðið neitt ágengt um handritasöfnun. Hins
vegar sendi Brynjólfur konungi samsumars þrjú
skinnhandrit: Flateyjarbók, Grágás og Ragnars
sögu loðbrókar. Sendingu þessari fylg'di bréf til
einkakennara krónprinsins, Villums Lange, en i þvi
lagði Brynjólfur fast að Lange að fá konung til að
bjarga handritunum frá gleymsku með því að gefa
þau út. En til þess yrði að nota íslenzka fræðimenn,
því að engir aðrir væru færir um að skilja þau til
hlítar. „En að ioka handritin inni í þögn erlendra
bókasafna, þar sem enginn skilur þau nokkru sinni,
og gera þannig eilifan skilnað milli hins torráðnasta
efnis og þeirra lesenda sem fram úr þvi komast , .,
það er ekki að varðveita forn fræði heldur að tor-
tima þeim.“ Af þessum orðum Brynjólfs er ljóst
með hverjum hug hann sendi handritin frá sér. Hitt
er annað mál að það átti langt í land að óskum hans
yrði framgengt.
Sama sumarið sendi Brynjólfur biskup fjögur
handrit dönskum bókasafnara, Jörgen Seefeld, lands-
dómara í Ringsted, sem hafði beðið Brynjólf um
einliver rit viðvíkjandi íslandi. Þrjú þessara hand-
rita endursendi Seefeld, en hélt einu, og komst það
síðar á konunglega bókasafnið í Stokkhólmi. Af
handritunum sem Brynjólfur fékk endursend kom-
ust að minnsta kosti tvö síðar til Iíaupmannahafnar,
eins og brátt verður drepið á.
Þórarinn Eiríksson sneri aftur til Kaupmanna-
hafnar sumarið 1656, og átti þá að taka til starfa við
að vinna úr íslenzkum handritum. En úr því varð
ekkert sem heitið gæti, því að hann lagðist i drykkju-
skap og lauk ævi hans svo að hann drukknaði í
hallarsíki Kaupmannahafnar 1659. Við starfi hans
(101)