Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 105
honum og ljá öll handrit sem hann óskaði, gegn lof-
orði hans um að skila þeim aftur. Hannes dvaldist
á íslandi veturinn 1681—82 og sigldi til Hafnar
sumarið eftir. Ekki er vitað hve mikið honum varð
ágegnt um handritasöfnunina, þvi að skipið fórst
á útleiðinni með öllu sem á var. I samtímaheimild
(Mælifellsannál) segir um Höfðaskipið sem Hannes
sigldi á: „Var mælt, að eigi hefði mörg ár ríkara
skip siglt af íslandi", og er eðlilegast að skilja þau
orð svo að þar sé átt við handrit og bækur sem
Hannes hafi haft með sér.
Danski prófessorinn Peder Hansen Resen (t 1688)
kom sér upp álitlegu safni íslenzkra handrita og
ávann sér nafn í sögu íslenzkra fræða með því að
gefa út á prent fyrstu útgáfurnar á Snorra-Eddu
(1665), Völuspá og Hávamálum, svo og orðabók
Guðmundar Andréssonar. Fátt er vitað um hvaðan
hann fékk handrit sín, nokkur fékk hann með vissu
í Höfn, en sennilega hefur hann fengið talsvert af
þeim frá íslandi. Bókasafn sitt gaf hann háskóla-
bókasafninu í Höfn og lét prenta um það skrá, en af
henni má sjá handritaeign hans. Hann hefur átt um
60 íslenzk-norsk handrit, af þeim 11 íslenzkar
skinnbækur, en meðal þeirra voru merkastar mestur
hluti söguhandritsins Vatnshyrnu, annálahandrit
fornt (Resensannáll), Landnáma (Sturlubók), Ólafs
saga helga og Ólafs saga Tryggvasonar.
Þegar hér var komið sögu voru því komin á fót
tvö söfn íslenzkra handrita í Kaupmannahöfn, í
háskólabókasafninu og í konunglega bókasafninu.
Á fyrri staðnum voru fleiri handrit, þó að ekki sé
hægt að segja með fullri vissu, hver þau voru eða
hve mörg, því að þau fórust öll í brunanum mikla
1728. En íslenzkum handritum var safnað víðar, því
að um þessar mundir voru Svíar cinnig komnir á
stúfana.
Upphaf þeirrar sögu var að sænski kanzlarinn
(103)