Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 106
Magnus de la Gardie keypti bókasafn Stephaniusar
aS honum látnum (1650), og meS því fylgdu hand-
rit hans. Danskir ráSamenn virSast ekki hafa haft
neinn áhuga á aS halda handritunum innanlands,
enda var handritasöfnun konungs þá ekki komin af
staS. Magnus de la Gardie gaf síSan háskólanum i
Uppsölum handritin, og þar eru þau varSveitt.
MeSal þeirra voru, auk skinnbókanná sem Stephanius
fékk frá Brynjólfi biskupi, nokkur pappirshandrit
íslenzk, tvær norskar skinnbækur og konungasögu-
handrit á skinni sem siSan hefur glatazt og óvíst er
hvaSan var runniS.
AnnaS danskt bókasafn komst til SvíþjóSar
nokkru síSar, þó meS nokkuS öSrum hætti. ÞaS var
safn Jörgens Seefelds sem áSur var nefndur. Korfitz
Ulfeldt rændi þvi 1658 og liafSi þaS meS sér til
SviþjóSar sem herfang. MikiS af safninu glataSist
i flutningum og hrakningum, svo aS ekki verSur
sagt meS vissu hvort þar hefur ekki farizt eitthvaS
af islenzkum handritum. VitaS er aS Seefeld átti
islenzkar skinnbækur og hafSi um skeiS íslenzkan
skrifara sér til aSstoSar. ÞaS sem bjargaSist af
safninu komst aS lokum á konunglega bókasafniS í
Stokkhólmi, og er taliS aS þar séu aö minnsta kosti
4 íslenzkar skinnbækur og nokkur pappírshandrit
frá Seefeld runnin.
Þessi söfn hafa vafalaus ýtt undir sænska fræSi-
menn aS hefjast handa um aS safna islenzkum
handritum og fá íslendinga til aS vinna úr þeim.
ÁriS 1658 hertólcu Sviar danskt íslandsfar á heim-
leiS og sigldu því til Gautaborgar. Á skipinu var
ungur íslendingur, Jón Jónsson frá RúgsstöSum,
sem siSar tók sér ættarnafniS Rugman. Hann hafSi
veriS rekinn úr Hólaskóla og var nú á leiS til Kaup-
mannahafnar til aS fá réttingu mála sinna. Hann
hafSi meSferSis fáein pappirshandrit og komst inn
undir hjá sænskum ráSamönnum sem réSu hann til
(104)