Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 108
ingi konimgs, Thomas Bartholin, og var í þjónustu
hans þangað til hann Iézt 1690. Starf Árna var a@
safna efni, skrifa upp og' þýða á latinu úr íslenzk-
um fornritum. Á þessum árum lagði hann grund-
völlinn að frábærri þekkingu sinni á íslenzkum
fræðum og hóf söfnunarstarf sitt. Að loknu embættis-
prófi í guðfræði 1685 fór hann heim til íslands og
dvaldist þar næsta vetur. f þeirri för er vitað að
liann eignaðist nokkuð af handritum, og sennilega
fleiri en nú verður sannað. Skömmu síðar (1688)
fór hann til Noregs i handritaleit, og þar kynntist
hann Þormóði Torfasyni, og hélzt úr því órofin
vinátta þeirra meðan Þormóður lifði. Samtimis tók
hann til að safna að sér handritum bæði i Kaup-
mannahöfn og frá íslandi og stóð í látlausum bréfa-
skriftum við fjölda íslendinga um útvegun á hvers
konar rituðu máli, gömlu og nýju, jafnt slitrum og
sneplum sem heilum bókum. Sú saga verður ekki
rakin hér í einstökum atriðum, aðeins skulu nokkur
dæmi tilfærð.
Meðal merkra skinnbóka sem Árni eignaðist
snemma á árum má nefna Noregskonungasöguhand-
ritið Huldu, sem hann keypti af íslendingi 1687;
eftir Bartholin látinn eignaðist hann a. m. k. þrjár
miklar skinnbækur: Möðruvallabók, sögur Ólafanna
beggja (AM 61 fol.) og Stjórn, en handrit þessi hafði
Bartholin fengið frá íslandi. Á næstu árum er vitað
um a. m. k. 10 skinnbækur sem Árni fékk úr ýmsum
áttum, m. a. Kálfalækjarbók af Njálu og annað aðal-
liandritið af Sturlungu. Auk þess fékk hann fram
um aldamótin 1700 allmargt handrita, m. a. um 30
skinnbækur, frá Jóni biskupi Vídalín, en sennilegt
er að flest þeirra hafi verið úr fórum biskupsstóls-
ins i Skálholti. Eins keypti hann talsvert af handrit-
um úr dánarbúum danskra manna á árunum skömmu
fyrir aldamótin 1700. Þess ber að gæta þegar um
söfnun Árna er rætt, að um mikinn fjölda handrita
(106)