Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 125
Smælki.
Skáld á Alþingi.
Margir munu kannast Yið vísu eftir Pál Ólafsson,
er hljóðar svo:
Á Alþingi að sitja mér aldrei var hent
og yrðast við spekinga slíka.
Mig vantaði talent og temperament
— og talsvert af þekkingu líka.
Páll átti sæti á Alþingi 1867 og 1873 sem varaþing-
maður Norðmýlinga í forföllum sira Halldórs Jóns-
sonar. Sjálfur sat síra Halldór á Alþingi 1869 en
1871 kom hvorugur þeirra Páls til þings og átti
Norður-Múlasýsla engan fulltrúa á þvi þingi. 1875 sat
Páll enn á Alþingi, þá 1. þm. N.-Múl., en sagði þvi
næst þingmennsku af sér og átti ekki sæti á Alþingi
síðan. Mun vísan ort um það leyti, sem hann sagði
af sér.
Svo virðist sem þingmennskan hafi eigi átt sem
bezt við Pál, enda mun vísan sem landfleyg varð á
sinum tima eitt hið helzta, sem minnir á þingsetu
skáldsins. Sýnt er þó, að Norðmýlingar hafa viljað,
að Pálli sæti á þingi, úr þvi þeir kusu hann sem 1.
þm. sinn 1875. Þeim hefur sem von var þótt sómi
að slíkum fulltrúa, en Páli leiddist þingið.
Á fyrsta þingi Páls, 1867, voru stórmál til um-
ræðu, stjórnarskrár- og fjárhagsmálið. Þessi mál
höfðu verið til umræðu á Alþingi 1865 og greindi
þingmenn nokkuð á um afgreiðslu þeirra. Vildu
nokkrir þingmenn, svo sem Arnljótur Ólafsson og
Benedikt Sveinsson, slaka til um fjárkröfur á hendur
(123)