Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 127
„Björn Pétursson týndi horndósum á Alþingi fyrir
Páli Ólafssyni. Þá kvað Páll, og er þetta þar i:
Týnirðu, röðuls Ránar
raftur, horndósum aftur,
hörð vaxi úr haus þér uxa-
horn á næsta morgni.“
Ljóðabréf
frá Páli Ólafssvni til séra Jóns Bjarnaf.onar þá á
Dvergasteini, siðar í Vesturheimi:
Heill og sæll minn lijartans v'nur!
Heldur gerist ég nú linur,
herðar bogna, brjóstið stynur,
blunda sjaldan dægrin löng
— vantar fagran fuglasöng.
Fyrir eyrum æ er hvinur,
augun þrútin sviða.
Ekki reikar hugurinn minn nú víða.
Sæti ég nú á Seyðisfirði
sjálfsagt þætti ég mikilsvirði,
glösum klingdi og Granabyrði,
glaður flytti kvæðin löng,
líkust fögrum fuglasöng.
Enginn við mig þreyta þyrði
um þjóðmálin að stríða.
Ekki reikaði hugurinn minn þá víða.
Sigurður og sýslumaður*
segðu: „Páll minn, vertu glaður!
Þér finnst enginn meiri maður
manni að stytta dægrin löng,
likast fögrum fuglasöng.
* Sigurður Jónsson frá Gautlöndum, Kaupstjóri á Vest-
dalseyri og Einar Thorlaeius.
(125)