Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 129
Að Tryg'gvi minn sé tryggðum horfinn
trúi ég i seinna lagi
og lífsins þjölum svo af sorfinn
hann sjái hvorki menn né bæi.
— Þá þú fer um fjöli og dali
og fréttir mig til hvíldar genginn,
minni þig sérhver blómsturbali
á bæinn, mig og konu og drenginn.
Páll þinn Ólafsson
— og gullnálin mín og þín R. Björnsdóttir.
Blaðamennska fyrir 70 árum.
Á árunum 1882—1885 áttu þeir Tryggvi Gunnars-
son og Jón Ólafsson i inálaferlum vegna meiðyrða.
Átti Jón upptökin en Tryggvi var ekki gætinn i
orðum heldur og þótt málið félli á Jón varð Tryggvi
að sæta 50 kr. selct i landsyfirrétti og undi þvi ekki
betur en svo, að hann vildi ólmur skjóta málinu til
hæstaréttar, þótt ekki yrði af þvi, er honum var
fastlega ráðið frá því. Málflutningsmaður Tryggva
í landsyfirrétti var Halldór Kr. Friðriksson.
Páll Ólafsson ritar Tryggva 6. júni 1883, er deilur
þar tilfærð ummæli um Trvggva úr blaði Jóns, Skuld,
þessar stóðu sem hæst, og tilfærir þar kafla úr bréfi,
sem hann hafi fengið. Bréfritarann nefnir hann ekki,
en líklega var hann einmitt Jón Ólafsson sjálfur. Eru
er stafa frá því er þeir Tryggvi og Jón voru báðir
saman i kjöri til Alþingis fyrir Suður-Múlasýslu:
„Tryggvi kaupstjóri er einn af þeim, er vér vildum
ei af þingi missa. Hann liefur mikla og skarpa
náttúrugreind, er hinn frjálslyndasti maður i skoð-
unum og samvizkusemi hans og góði vilji er svo al-
kunnugt, að það er að orðtaki gert.“ — Eigi virðist
það hafa mýkt Tryggva, þótt hann væri minntur á
þessi orð Jóns. Svo heldur Páll áfram, minnist á
(127)