Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 131
Nýjar aukafélagsbækur:
Félagsmenn geta fyrst um sinn fengið þessar bækur við
20—30% lægra verði heldur en utanfélagsmenn.
Andvökur Stephans G. Stephanssonar,
II. bindi lieildarútgáfu af kvæðum skáldsins. Þorkell
Jóhannesson, háskólarektor, liefur séð um útgáfuna. Þetta
bindi, sem flytur alls 334 kvæði og vísur, er 538 bls. í stóru
broti. Heildarútgáfa þessi verður alls 4 bindi, og er ætl-
unin að ljúka henni á næstu tveimur árum.
Mannfundir.
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri hefur tekið rit
þetta saman. Það fjallar um íslenzka ræðumenn og ræðu-
list og flytur úrval úr ræðum rúmlega þúsund ára. Slíkt
safn hefur ekki verið gefið út áður. Ræðurnar eru eftir
fjölda manna, af öllum sviðum þjóðlífsins, frá kristnitöku
fram að lýðveldisstofnun, en engar ræður eftir núlifandi
menn. Þótt margir ræðumannanna séu þjóðkunnir, er
fjöldi af ræðunum úr lítt þekktum eða lítt aðgengilegum
heimildum og sumar prentaðar i fyrsta sinn eftir hand-
ritum. Inngangur og skýringar fylgja ræðunum, sömu-
leiðis myndir. — Bók þessi, sem verður um hálft fimmta
hundrað bls. i Skírnisbroti, veitir fróðlegt og skemmtilegt
yfirlit um merkan og áhrifamikinn þátt í andlegu lifi
íslendinga, um list hins talaða orðs á mannfundum, og
varpar nýju ljósi á þessi efni.
íslenzkar dulsagnir, I. bindi.
í bókinni verða um 30 frásagnir um dulræn efni eftir
Oscar Clausen rithöfund. Af einstökum þáttum skal nefna:
Indriði skáld Einarsson segir frá dularfullum sýnum,
Leyndardómar Strandarkirkju, Ýmsar dulsagnir ísleifs
Jónssonar, Kristin Sigfúsdóttir skáldkona segir frá, Ein-
kennileg sálræn reynsla og Skjóttu aldrei fugl á helgum
degi.
Áætluð bókarstærð er 216 bls. i sama broti og Sögur
Fjallkonunnar.