Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 31
himininn......Þegar ég hafði einn um tvitugt og
var enn við háskólanám, liafði ég ráðið við mig, hvað
ég skyldi gera:
Ég ásetti mér að helga lif mitt visindum, tónlist
og prestsstörfum fram til þritugs. Siðan skyldi ég
verja þvi, sem eftir væri ævinnar, i þjónustu með-
bræðra minna.......Sá ásetningur, að helga mig þvi
hlutverki að veita læknislijálp i nýlendunum, kom
löngu seinna, eftir að margs konar önnur hjálpar-
áform höfðu verið efst á baugi i huga mínum, en ég
horfið frá þeim af ýmsurn ástæðum. Að lokum varð
röð af atvikum til þess að benda á leiðina, sém lá til
þeirra, sem þjáðust af holdsveiki og svefnsýki í
Afríku.“
Þriðji þátturinn, sem réð þessari ákvörðun, liklega
ekki miklu siður en brjóstgæði Sehweitzers og skyldu-
rækni, var aðdáun hans á Jesú frá Nazaret, lífi hans
og kenningu, og löngun til að líkjast honum. Ekki
var það samt vegna blinds og gagnrýnilauss átrún-
aðar á hann. í ritum sinum um Jesú leggur liann ekki
í lágina, hvilík staðleysa heimsskoðun siðgyðingdóms-
ins var, sú, er Jesú fylgdi, þar á meðal sú trú, að
heimsendir og dómsdagur væri yfirvofandi þá og
þegar i tíð þálifandi kynslóðar. Og honum kemur
ekki til hugar að trúa á guðdóm hans né á umbun
annars heims fyrir að feta í fótspor hans. Kirkju-
sagan segir frá fáeinum mönnum á ýmsum öldum
kristninnar, er neituðu sér um allar heimsins unaðs-
semdir og fórnuðu lífi sínu til liknar eymdum hlöðn-
um lýð. En þetta voru allt menn, sem ekki báru í
brjósti snefil af efa um guðdóm Jesú og ekki heldur
um það, að harmkvæli þau, er þeir lögðu á sig fyrir
hans sakir í þessu lífi, yrðu sér margfaldlega endur-
goldin i dýrðinni hinum megin. Þar voru þeir vissir
um að fá spesíu fyrir hvern skilding, sem þeir fórn-
uðu hér, eins og J. H. Wessel komst að orði. Það er
augljóst, að þessir menn hafa þvi haft sterka eigin-
(29)