Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 33
Lambarene liggur lítið eitt fyrir sunnan miðjarðar-
línu, og eru því árstíðir þar öfugar við það, sem hér
er. Annars er þar lítill munur á veðráttu sumar og
vetur, annar en sá, að allan veturinn og mánaðar-
tíma um miðsumarsleytið, um og beggja megin við
jól, eru þar stöðugir þurrkar, en endranær að sumr-
inu stöðug votviðri, einatt steypiregn. Hitinn er 25—
30° C árið um kring' á daginn, aðeins 3—5° munur á
vetrar- og sumarhita. Þetta loftslag er mjög óhollt
Norðurálfumönnum, og fara þeir flestir að láta á
sjá eftir árið; fáir eru vinnufærir eftir 2—3.ár, og
þurfa menn því að taka sér fri frá störfum 1—2 miss-
iri og eyða þvi í átthögum sínum. Þarna dvaldi þó
Schweitzer og kona hans frá þvi um vorið 1913 fram
til ársloka 1917, enda voru þau þá mjög að þrotum
komin. Siðan voru þau um tima herfangar Englend-
inga, líklega vegna þjóðernis þeirra, en Schweitzer
þá vist lengstum á spítala, því að hann varð hættu-
lega veikur, og þurfti tvisvar að gera á honum lækn-
isaðgerð áður en hann næði fullri heilsu. Eftir að
hann var látinn laus, i ófriðarlokin, ef ekki fyrr,
dvaldi hann heima í Elsass um hríð.
Schweitzer hefur ritað bók um þessa Afríkudvöl
sína. Nefnist hún „Við fljót og frumskóga" (Zwischen
Wasser und Urwald) og hefur verið þýdd á mörg
tungumál. Lýsir hann þar nokkuð þeim miklu örð-
ugleikum, sem þarna var við að etja. Spítali var eng-
inn, er hann kom þangað, og varð hann því i fyrstu
að gera skurði og búa um sár undir beru lofti í
steikjandi sólarhita, en seinna reyndi hann að notast
við hænsnahús, er fylgdi ibúðarhúsi hans, lét kalka
það innan, setja í það hillur o. s. frv. í fyrstu hafði
hann ekki aðra til aðstoðar við störf sín en konu sína,
þvi að svertingi sá, er ráðinn hafði verið fyrir hann til
að vera túlkur og hjúkrunarmaður, lét ekki sjá sig,
þóttist ekki geta komið vegna málaferla, sem hann
ætti í heima hjá sér, en það var i 100 km fjarlægð.
(31)