Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 33
Lambarene liggur lítið eitt fyrir sunnan miðjarðar- línu, og eru því árstíðir þar öfugar við það, sem hér er. Annars er þar lítill munur á veðráttu sumar og vetur, annar en sá, að allan veturinn og mánaðar- tíma um miðsumarsleytið, um og beggja megin við jól, eru þar stöðugir þurrkar, en endranær að sumr- inu stöðug votviðri, einatt steypiregn. Hitinn er 25— 30° C árið um kring' á daginn, aðeins 3—5° munur á vetrar- og sumarhita. Þetta loftslag er mjög óhollt Norðurálfumönnum, og fara þeir flestir að láta á sjá eftir árið; fáir eru vinnufærir eftir 2—3.ár, og þurfa menn því að taka sér fri frá störfum 1—2 miss- iri og eyða þvi í átthögum sínum. Þarna dvaldi þó Schweitzer og kona hans frá þvi um vorið 1913 fram til ársloka 1917, enda voru þau þá mjög að þrotum komin. Siðan voru þau um tima herfangar Englend- inga, líklega vegna þjóðernis þeirra, en Schweitzer þá vist lengstum á spítala, því að hann varð hættu- lega veikur, og þurfti tvisvar að gera á honum lækn- isaðgerð áður en hann næði fullri heilsu. Eftir að hann var látinn laus, i ófriðarlokin, ef ekki fyrr, dvaldi hann heima í Elsass um hríð. Schweitzer hefur ritað bók um þessa Afríkudvöl sína. Nefnist hún „Við fljót og frumskóga" (Zwischen Wasser und Urwald) og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Lýsir hann þar nokkuð þeim miklu örð- ugleikum, sem þarna var við að etja. Spítali var eng- inn, er hann kom þangað, og varð hann því i fyrstu að gera skurði og búa um sár undir beru lofti í steikjandi sólarhita, en seinna reyndi hann að notast við hænsnahús, er fylgdi ibúðarhúsi hans, lét kalka það innan, setja í það hillur o. s. frv. í fyrstu hafði hann ekki aðra til aðstoðar við störf sín en konu sína, þvi að svertingi sá, er ráðinn hafði verið fyrir hann til að vera túlkur og hjúkrunarmaður, lét ekki sjá sig, þóttist ekki geta komið vegna málaferla, sem hann ætti í heima hjá sér, en það var i 100 km fjarlægð. (31)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.