Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 36
alvanalegt, að þau komist i sjálfheldu. En þá er kvala-
fullur dauði vís, ef læknishjálp kemur ekki til.
Schweitzer bjargaði fjölda þessara sjúklinga með
skurðaðgerS, en nærri má geta, að sumir náðu læknis-
fundi um seinan eða ekki, ef heimkynni þeirra var
svo langt frá Lambarene, að hundruðum kilómetra
skipti. Móðursýki var algeng, sömuleiðis æxli i getn-
aðarfærum kvenna. — Kláði (scabies) var afar al-
gengur og kveljandi; höfðu sumir ekki svefnfrið vik-
um saman fyrir kláðanum og voru allir blóðrisa og
fleiðraðir eftir klór. Varð Schweitzer víðfrægur meðal
blökkumanna fyrir það, hve fljótt og vel honum gekk
að lækna kláðann. Alls konar kýli og kaun voru al-
geng og sömuleiðis fleiður og sár. Kvað svo ramt að
því, að fjórða hvert barn í trúboðsskólanum var með
ígerðir og fleiöur. Sumu' olli sandflóin; hún grefur
sig undir neglurnar á tánum. Kunna blökkumenn að
ná henni þaðan út, en sár verður eftir, er einatt kem-
ur drep í, svo að nema verður tána burt, eða a. m. k.
framan af henni. Leggjasár eru mjög tíð. Þá veldur svo
nefnd hindberjasýki (framboesi) sárum víðs vegar um
líkamann; er hún algeng i hitabeltislöndum, en ekki
til i Norðurálfu. I fyrstu kemur útþot, ekki ósvipað
og i sárasótt (syfilis); svo koma á útþotin gular skorp-
ur, og ef þær eru losaðar eða detta af, eru fleiðraðir
þrirnlar eftir, svipaðir hindberi, og blæðir úr, ef við
er komið. Sýkinni veldur gormsýkill, svipaður sára-
sóttarsýklinum, og er hún bráðsmitandi. Salvarsan
læknar hana fljótt og vel. Verst eru þó lioldfúasárin,
sem eta sig út í allar áttir og dýpka að sama skapi,
svo að allur limurinn verður eitt fleiður og skin í
bein og sinar i sársbotninum; fylgja óþolandi k-valir
og svo megn óþefur, að fæstir þola að koma nálægt
sjúklingnum. Lækningin er erfið og tekur langan
tíma. — Blóðkreppusótt sú, er frumdýr valda, þau er
angalýjur (amoebae) eru nefnd, var og mjög algeng,
en í Norðurálfu er hún sjaldgæf, og var til skamms
(34)