Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 37
tíma talið, að hún kæmi þar ekki fyrir. Hún er við-
ráðanleg, ef sjúklingur er ekki mjög langt leiddur,
þegar hann leitar sér lækningar, því að til er lyf, sem
þá er nokkurn veginn öruggt að vinnur bug á henni.
— Enn er ótalin sú sóttin, sem mestum usla veldur
meðal blökkumanna, svefnsýkin; veldur henni frum-
dýr eitt (trypanosoma), er ein tegund tsetseflugna
flytur úr sjúkum í heilbrigða. Hún byrjar venjulega
með óreglulegum hita og óþolandi kvölum í höfði og
hingað og þangað um líkamann. Þá er oft kveljandi
svefnleysi mánuðum saman, en þar á milli óeðlilega
mikill og fastur svefn, er þyngist því meir sem lengra
líður, og siðast er ómögulegt að vekja sjúklinginn til
að næra hann eða láta hann losa sig við saur og
þvag; hann kreppir og fær legusár, og loks deyr hann
án þess að komast til rænu. Sýklarnir eru framan af
eingöngu í blóðinu, og tókst Schweitzer oftast að
lækna sýkina með arseniklyfi einu, meðan þeir voru
ekki komnir viðar, en seinna setjast þeir að í heila-
og mænuvökva, og er vonlítið um lækningu, þegar svo
er komið. Sótt þessi er afar skæð, drepur að kalla
má hvern mann, sem fær hana, ef ekki kemur læknis-
hjálp i tæka tið. Einkum gerir hún mikinn usla, þeg-
ar hún kemst í héruð, sem hún hefur ekki verið land-
læg. Segir Schweitzer dæmi um það, að þegar svo
stóð á, hafi hún drepið fullan þriðjung íbúanna á
fám árum og sums staðar enn fleiri.
Auk alls þess annrikis og erfiðis, sem aðsókn sjúk-
linga hafði i för með sér, átti Schweitzer við ótal
erfiðleika að etja og hættur af völdum skordýra og
villidýra. Lébarðar komu stundum úr skógarfylgsn-
um sínum til rána, fullt var af nöðrum í grasinu við
bústað Schweitzers, villifílar eyddu bananaekrum í
grenndinni, svo að við hallæri lá á eftir. Þó voru skor-
dýrin verri. Auk flugna, sem sumar voru sýklaberar
og nokkurn veginn tókst að verja húsin fyrir með vir-
netum, mátti alls staðar eiga von á eitruðum sporð-
(35)