Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 43
og Norðausturlandi. Fóru þessir flutningar stundum
fram loftleiðis. Hey þrutu allviða alveg, og viðast
hvar voru fyrningar sáralitlar. Miklir kuldar voru
um sauðburðinn, svo að ær voru viða látnar bera i
húsum svo sem fyrr er getið. Sláttur hófst seint, og
voru tún allvíða kalin. Hey hröktust viða mjög, eink-
um á Suðurlandi. Heyfengur varð þvi viðast hvar i
lakara lagi. Göngum og fjallskilum var víða frestað
um eina viku til að drýgja heyskapinn. — Byggðir
voru allmargir votheysturnar af nýrri gerð. Á Sáms-
stöðum i Fljótshlið voru gerðar tilraunir með hrað-
þurrkun á heyi. Þar voru einnig gerðar tilraunir með
framleiðslu heymjöls, og tókust þær vel. Mikið var um
ræktunarframkvæmdir, og vélakostur bænda jókst enn
mjög. 40 beltisdráttarvélar voru fluttar til landsins.
Unnið var að stofnun nýhýlaliverfa i Ölfusi, á Hvols-
velli og i Hornafirði. Stofnuð var nautgripasæðingar-
stöð á Hvanneyri. Tilraunastöð starfaði á Reykhól-
um, og voru þar gerðar tilraunir með kornrækt og
kál- og rófnarækt. Tilraunastöðin á Hafursá var flutt
að Skriðuklaustri, sem Gunnar Gunnarsson skáld hafði
gefið ríkinu. Á Úlfarsá i Mosfellssveit voru gerðar
tilraunir með kynbætur ýmissa nytjaplantna, t. d.
kartaflna, rófna og melgresis.
Mikið kvað enn að sauðfjársjúkdómum. Niður-
skurður fjár fór fram á tveimur svæðum, á Snæfells-
nesi á svæðinu vestan girðingar úr Skógarnesi í Álfta-
fjörð, og á svæðinu frá Héraðsvötnum austur að mæði-
veikigirðingum í Eyjafirði. Frá Vestfjörðum voru
flutt rúmlega G000 líflömb á Snæfellsnes og nær 8000
á svæðið milli Blöndu og Héraðsvatna, þar sem nið-
urskurður fór fram 1948. Til þess svæðis voru auk
þess flutt 3000 lömb úr Þingeyjarsýslu vestan Skjálf-
andafljóts. Svæðið milli Héraðsvatna og Eyjafjarðar-
girðinga á að vera sauðlaust að mestu i eitt ár.
Slátrað var 301 000 fjár (mjög likt og árið áður).
Af þvi voru 240 000 dilkar. Kjötmagn var 4730 tonn
(41)