Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 72
um sumarið, og fylgdu henni tveir fiskibátar. 1 þeim
leiðangri tóku þátt um 45 manns. Sildaraflinn varð
rúmlega 71 000 tonn (árið áður 150 000). Stafaði þessi
lækkun aðallega af því, að Hvalfjarðarsíidin brást al-
gerlega. Þátttakan í sumarsíldveiðunum var nokkru
minni en að undanförnu. Sildaraflinn við Norðurland
varð fremur rýr, en þó nokkru skárri en árið áður.
Nokkur síldveiði var i Eyjafirði og Akureyrarpolli á
útmánuðum. Reknetjaveiði á sild var góð við Suðvest-
urland um haustið, en vetrarsíldveiðin brást annars
alveg syðra. Bræðslusildaraflinn var um 340 000 mál,
saltað var i um 130 000 tunnur, og í um 72 000 tunnur
var sild fryst til beitu. — Lágmarksverð það, sem báta-
útveginum var tryggt fyrir aflann, var hið sama og
gilt hafði á árunum 1947 og 1948 eða 0.65 kr. fyrir
hvert kg af slægðum fiski með haus. Hins vegar fékk
bátaútvegurinn nokkur ný hlunnindi. Var t. d. hækkað
geymslugjald á freðfiski og rýrnunargreiðslur á salt-
fiski, og til bátaútvegsins skyldu renna 5 millj. kr.
til viðbótar hinu tryggða lágmarksverði. Framleiðslu-
kostnaðurinn við bátaútveginn hélt áfram að aukast.
Fjögur skip stunduðu hvalveiðar (árið áður þrjú).
Hvalveiðitíminn er sex mánuðir. Alls veiddust 324
hvalir (árið áður 239). Framleiðsla hvalveiðistöðv-
arinnar var rúm 2000 tonn af lýsi, 800 tonn af kjöti,
sem var fryst til manneldis, og 530 tonn af mjöli. Lax-
veiði var mjög misjöfn, en yfirleitt minni en árið áður.
Hinn 3. októher sagði ríkisstjórn íslands upp land-
lielgissamningnum við Breta frá 1901. Fiskiskipastóll
íslendinga óx nokkuð. 5 nýir togárar komu til lands-
ins, og 6 vélbátar voru smiðaðir innanlands.
Freðfiskur var fluttur út fyrir 95.4 millj. kr. (árið
áður 64.1 millj. kr.), ísfiskur fyrir 75.7 millj. kr. )árið
áður 90.3 millj. kr.), saltfiskur fyrir 37.2 millj. kr.
(árið áður 30.8 millj. kr., saltsíld fyrir 20.8 millj. kr.
(árið áður 22.8 millj. kr.), lýsi fyrir tæpl. 19 millj. kr.
(árið áður 34 millj. kr.), síldarolía fyrir 17 millj. kr.
(70)