Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 92
óbeinlínis haft ómetanlegt gildi fyrir alla þróun is-
lenzkunnar allt frá því að Fjölnir flutti ísland, far-
sældar frón, hefur hann haft og mun ævinlega hafa
undursamleg áhrif á íslenzka ljóðlist.
Prófessor Sigurður Nordal hefur manna gleggst
og bezt sýnt fram á, hvernig íslenzkar bókmenntir
hafa þróazt lifrænt frá upphafi vega, hver ný teg-
und myndazt af annarri eldri, blómlegri eða kyrk-
ingslegri, eftir veðráttufari og frjóefnaauðgi íslenzks
menningarlifs og þjóðlífs í þennan eða hinn tíma
—• en aldrei átt sér stað neitt örfok. Með auðskild-
um, en óhrekjandi rökum hefur hann gert það ljóst,
hvernig hið lifandi samband við fornbókmenntirnar
hefur ekki aðeins forðað okkur frá málbrengli og
andlegri ófrjósemi á liðnum nauðöldum, heldur og
firrt okkur því fári að aðhyllast erlendar öfgar stefnu-
blindaðra og striðsæstra bókmenntalegra forystu-
manna, sem stundum hafa verið meira og minna
bundnir á klafa þjóðmálalegra eldhuga og jafnvel
æsingamanna og ævintýrariddara, — en róttæk og
almenn áhrif slikra öfga mundu hafa raskað og ef
til vill orðið örlögþrungin eðlilegri og. samfelldri
þróun í gróðrarríki íslenzkra bókmennta — og yfir-
leitt íslenzks menningarlífs. Hins vegar er svo jafn-
greinilegt, að andlegt samband við umheiminn hefur
alltaf haft frjóvgandi og endurnýjandi áhrif á ís-
lenzkt menningarlíf, og þá fyrst og fremst á sviði
bókmenntanna.
Ég hef þegar tekið fram, að Eggert Ólafsson
varð fyrir örvandi áhrifum skynsemistefnunnar, að
því er til tók nytsamlegra umbóta og þegnskapar, en
aftur á móti var hann ekki hennar maður í trúmál-
um, og gullaldaraðdáun hans og ást á íslenzkum
erfðaverðmætum var engu síðri en þó að hann hefði
verið einn af mönnum rómantísku stefnunnar, sem
ekki var komin til sögunnar um hans daga. Jón Þor-
láksson var i rauninni andstæðingur ríkjandi stefnu,
(90)