Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 94
andlegs lífs, að einmitt sá maður í hópi íslenzkra
skálda, sem komizt hefur einna næst Jónasi Hall-
grímssyni að smekkvísi um látlaust, en þó tigið
orðaval, en einnig varð fyrir mestum áhrifum nokk-
uð öfgakenndra þjóðfélagslegra og menningarlegra
stefna og strauma erlendis, Þorsteinn Erlingsson,
unni ferskeytlunni meir en flest önnur islenzk skáld
á siðari tímum — og skáldafákur Þorsteins lá aldrei
fremur á „kostum hreinum“ en þegar hann valdi
honum hýruspor rímnaháttanna. Og enn fremur: Af
íslenzkum skáldum á 19. öld mun Þorsteinn hafa
unnað mest þeim tveimur, Sigurði Breiðfjörð og
Jónasi Hallgrímssyni.
Síðar skvdum við svo athuga áhrif realismans eða
raunsæisstefnunnar — á islenzka ljóðlist — og enn
fremur þeirra stefna, er koma til sögunnar i um-
heiminum, þá er veldi realismans tók að hnigna.
Elzta kynslóðin.
Grímur Thomsen, fæddur á Bessastöðum árið 1820,
var eins og áður getur elztur þeirra skálda, sem
yoru í blóma lífsins á þeim tímamótum íslenzkrar
sögu, sem hér er við miðað. Hann hafði verið lang-
vistum erlendis og var hálærður maður í fornum
og nýjum bókmenntum, kunni jafnt að meta snilli
fornskálda Grikkja, ljóð franskra stórskálda, kvæði
Byrons lávarðar, ævintýri H. C. Andersens og is-
lenzkar fornbókmenntir og ljóð „listaskáldsins góða“,
er hann orti eftir eitthvert liprasta og yndislegasta
kvæði sitt. Hann ritaði og margt um bókmenntir á
dönsku, og var mikið tillit tekið til dóma hans og
skýringa. Hann var alllengi í þjónustu utanríkis-
ráðuneytis Dana, bæði í Kaupmannahöfn og erlendis,
og kynntist mönnum frá mörgum þjóðum og marg-
víslegrar gerðar, listrænum skáldum og hálærðum og
djúphyggnum manndómsmönnum, innantómum tild-
(92)