Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 94

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 94
andlegs lífs, að einmitt sá maður í hópi íslenzkra skálda, sem komizt hefur einna næst Jónasi Hall- grímssyni að smekkvísi um látlaust, en þó tigið orðaval, en einnig varð fyrir mestum áhrifum nokk- uð öfgakenndra þjóðfélagslegra og menningarlegra stefna og strauma erlendis, Þorsteinn Erlingsson, unni ferskeytlunni meir en flest önnur islenzk skáld á siðari tímum — og skáldafákur Þorsteins lá aldrei fremur á „kostum hreinum“ en þegar hann valdi honum hýruspor rímnaháttanna. Og enn fremur: Af íslenzkum skáldum á 19. öld mun Þorsteinn hafa unnað mest þeim tveimur, Sigurði Breiðfjörð og Jónasi Hallgrímssyni. Síðar skvdum við svo athuga áhrif realismans eða raunsæisstefnunnar — á islenzka ljóðlist — og enn fremur þeirra stefna, er koma til sögunnar i um- heiminum, þá er veldi realismans tók að hnigna. Elzta kynslóðin. Grímur Thomsen, fæddur á Bessastöðum árið 1820, var eins og áður getur elztur þeirra skálda, sem yoru í blóma lífsins á þeim tímamótum íslenzkrar sögu, sem hér er við miðað. Hann hafði verið lang- vistum erlendis og var hálærður maður í fornum og nýjum bókmenntum, kunni jafnt að meta snilli fornskálda Grikkja, ljóð franskra stórskálda, kvæði Byrons lávarðar, ævintýri H. C. Andersens og is- lenzkar fornbókmenntir og ljóð „listaskáldsins góða“, er hann orti eftir eitthvert liprasta og yndislegasta kvæði sitt. Hann ritaði og margt um bókmenntir á dönsku, og var mikið tillit tekið til dóma hans og skýringa. Hann var alllengi í þjónustu utanríkis- ráðuneytis Dana, bæði í Kaupmannahöfn og erlendis, og kynntist mönnum frá mörgum þjóðum og marg- víslegrar gerðar, listrænum skáldum og hálærðum og djúphyggnum manndómsmönnum, innantómum tild- (92)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.