Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 104
tilfinningar og vakið sömu hugsanir í brjósti les-
endanna og bærðust inni fyrir hjá honum sjálfum.
Þess vegna spilltu ýmis hin siðari kvæði, sem birt-
ust í blöðum og tímaritum, fyrir hinum aldna skáld-
mæringi, ekki sizt hjá ungu fólki, sem hrifizt hafði
af að nokkru nýjum ljóðastíl -— og átti ekki um Stein-
grím jafnljúfar minningar og þeir, sem eldri voru.
Þá mun það og hafa nokkru valdið, að sú næma feg-
urðartilbeiðsla og sælukennd annars vegar, en hins
vegar sú sára viðkvæmni og sá djúpi, en hljóðláti
tregi, sem er i mörgum sönnustu kvæðum Stein-
gríms, á sér vart hljómgrunn í brjósti fyrsta ættliðs-
ins, sem elst upp á malbornum, steindum eða mal-
bikuðum götum, þar sem hendurnar snerta aðeins
dauða hluti, þar sem dynur i eyrum þytur hjóla,
skellir véla, öskur bíla og blástur eimpípna, — ætt-
liðs, sem á að foreldrum fólk, sem hefur fluzt úr fá-
tæklegum en oft hlýlegum reitum islenzkra sveita —
eða af særoknum mölum brattra stranda, þar sem
náttúran hefur að mestu talað „ein við sjálfa sig“
— frá örófi alda; það fólk kynni sumt hvað að hafa
forðazt að raula eða hafa yfir þau kvæði, er gátu
vakið því viðkvæmni og trega. En nú er fólkið í
bæjunum búið að uppgötva dýrð íslenzkrar nátt-
úru, og ég hygg, að sú tíð komi, að vinsældir Stein-
gríms vaxi á ný — enda verði það vinzað úr ljóð-
um hans, sem bezt og fegurst er formað og mun ávallt
eiga sér endurhljóm í brjóstum þeirra, er hafa lært
að meta blæbrigðaríka fegurð íslenzkrar náttúru.
Náttúrukvæði Jónasar hafa áreiðanlega haft djúp
og mikilvæg áhrif á vaknandi tilfinningu Stein-
g'rims fyrir fegurð náttúrunnar, en hins vegar ekki
á form hans, enda stilblær kvæða þeirra um svipuð
cfni allólikur. Aftur á móti munu þýzk ljóðskáld og
jafnvel dönsk, t. d. Chr. Winther, hafa mótað að
nokkru kvæðastil Steingríms. Sjálfur hafði hann
geipimikil áhrif á ung og uppvaxandi skáld — á
(102)