Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 109
söguna og gat séð með augum þeirra gerenda, sem
hún skýrir frá — hvort sem þeir voru íslenzkir eða
erlendir. Og víst mun honum hafa þótt mikið til
koma Hróarskeldudómkirkju, þá er hann skoðaði
hana fyrst — og sannarlega munu þeir hafa lifað
sínu lífi i hugarheimum hans, konungarnir, sem þar
liggja greftraðir. Vegna þessa mun það hafa verið,
að hann stóð hljóður og kyrr og heyrði ekki neitt,
þá er samferðamenn hans fóru út, haldandi það, að
hann væri farinn. Þegar hann svo verður þess var,
að hann er einn eftir — og kemst að raun um, að
allt er lokað og læst, hverfur honum hrifningin yfir
umhverfinu, mannanna verkum, mannanna fordild
og tildri. Hann sér guðs himin og gróður jarðar og
hrópar á loft, lífsanda loft, því að hann lifi ekki í
rotnandi gröf. Og honum finnst það háð og spott
við lífið að eyða list, orku og fé í steind guðshús
og fáránlega viðhöfn við rotnandi leifar, sem hinn
lifandi andi hefur yfirgefið, og svo þjáist hið gró-
andi líf — án þess að þjáning þess veki nokkurn
til aðgerða! Loks hrópar hann í hvelfingu hinnar
miklu kirkju, sem er meistaraverk handa og anda:
„Nú er liálfþumlungs smáblómið himninum nær
en þeir háturnar þínir við ský.“
Eða minnumst hróps séra Matthiasar, þá er hann,
kvalinn rökrænni kaldhyggju gáfaðs vinar síns og
bókar, sem þessi vinur hefur léð honum, að lokinni
túlkun þeirra raka, sem þar eru fram borin, finnur
riða grundvöll trúar sinnar á almætti lífs og gróðrar:
„Guð, minn guð, ég hrópa
gegnum myrkrið svarta, —
líkt sem út úr ofni
æpi stiknað hjarta."
Og:
„Nei! þú lifir, lifir,
lögmál þitt er vilji,
sérleik hefur sérhver
sál þó enginn skilji".
(107)