Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 113
í ljósi skilnings séra Matthiasar á eðli og þróun
tungunnar og undursamlegra liæfileika hans til þess
að lifa sig inn i hugsanagang erlendra skálda frá
ýmsum þjóðum og frá ýmsum tímum, verður jafn-
vel okkur, venjulegum mönnum, það auðskildara en
ella, hve frábær eru ljóð hans um menn sögunnar
— og erfiljóS hans, hvort sem hann yrkir um alkunn
stórmenni eSa um börn, sem hann hefur máski aldrei
séS eSa heyrt, en farast á voveiflegan hátt. Þekking
hans á sögunni var ekki dreifSir og dauSir molar,
heldur sá hann og lifði þar allt í þvi samhengi or-
saka og afleiðinga, sem hafði skapað einstaklingun-
um og þjóðinni örlög. Þvi yrkir hann um menn
sögunnar á úrslitastundum, stendur á sjónarhæð og
lítur yfir farinn veg þeirra. Þá er hann orti um karla
og konur, sem hann hafði þekkt, minntist hann at-
vika, orða, svipbrigða og augnatillita frá samveru-
stundum —- og hinn skyggni skáldhugur og hið ó-
endanlega viðkvæma hjarta í brjósti þessa einstæða
manns fundu strax þræði, sem lágu til þess örlög-
þrungna i skapgerð mannanna, og þaðan rakti hann
til þess, er fram hafði komið í lífi þeirra. En þegar
hann yrkir um börnin, sem meS óhugnanlegum hætti
farast á blíðum vordegi, hefur hann engin persónu-
leg kynni og þá um leið engin sérkenni að halla sér
að. Eins og aðrir kemst hann sárlega við af hinum
hörmulega atburði, en þar sem aðrir standa sem
slegnir svíma — og sjá ekki neitt nema svartan
vegg tilgangsleysis, ógnar og ömurleika, sér hann
þegar og sýnir okkur mynd, óbrotna og okkur al-
kunna, en eigi að siður þannig, að hún hrifur okkur
þegar til athygli og eftirvæntingar:
„Dauðinn er lækur, og lifið er strá, —
skjálfandi starir það straumfallið á.
Hálfhrætt og liálffegið hlustar það til:
Dunar undir bakkanum draumfagurt spil.“
(111)