Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 115
í hendi guðs er hver ein tíð,
í hendi guðs er allt vort stríð, :
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.“
Séra Matthías á öllum öðrum skáldum fremur skil-
ið heitið þjóðskáld íslendinga. Hann jós af brunnum
sagna þeirra og bókmennta lifsins vatni, kvað hið
lífræna samhengi örlaga einstaklinganna og þjóðar-
innar á liðnnm öldum — og um leið i samtiðinni
— inn í hug og lijörtu landa sinna, og með hinum
dýrlegu gjöfum, sem hann gaf þjóðinni, þar sem
voru þýðingar hans, dásamlega gerðar og stundum
jafnvel af hans undra snilli fegraðar eftirmyndir,
dýrgripa úr andlegum auðhirzlum frænda okkar
og granna — fékk hann brotið stærra skarð en nokk-
ur annar í garð þeirrar aldagömlu einangrunar, er
séra Jón Þorláksson rauf í fyrsta skarðið með þýðing-
um sinum, og afrek séra Matthiasar sem frumlegs og
þjóðlegs skálds, samfara þýðingunum, hafa ennþá
einu sinni sannað okkur það, að ekkert er þjóðinni
vænlegra til menningarlegs þroska en einmitt þetta:
Að víkka sjóndeildarhringinn við sem nánust kynni
af þvi bezta i menningu annarra þjóða og þar af
læra sem ljósast að meta gildi sinnar eigin — og
möguleikana þar til sköpunar nýjum verðmætum.
Loks var séra Matthías fyrst og fremst jákvætt skáld,
skáld, sem þráði fyrir hönd sína og þjóðar sinnar:
„Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.“
Eins og vorsólin vekur og blessar hvert fræ i riki
gróðrarins, eins mun lífsstarf Matthíasar Jochums-
sonar varpa græðandi og yljandi birtu yfir hvern
kvist í vexti á sviði íslenzkra bókmennta og þjóð-
menningar, sé það lífsstarf ekki myrkvað frostþoku
vantrúar og hjartakulda eða skýjum annarlegra og
gróðrinum fjandsamlegra loftstrauma.
(113)