Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 64
MYRKVAR 1978
Sólmyrkvar.
1. Deildarmyrkvi á sólu 7. apríl. Sést syðst í Suður-Ameríku, Suður-
Afríku og á Suðurskautslandinu.
2. Deildarmyrkvi á sólu 2. október. Sést í norðausturhluta Evrópu og
'norðan- og austanverðri Asíu.
Tunglmyrkvar.
1. Almyrkvi á tungli 24. mars. Sést ekki hér á landi.
2. Almyrkvi á tungli 16. september. Þegar almyrkvinn hefst, kl. 18 24
er tungl ekki komið upp fyrir sjóndeildarhring á íslandi. Miður
myrkvi er kl. 19 04, en skömmu síðar (um kl. 19 10) rís tungl
austast á landinu. Almyrkvanum lýkur kl. 19 44, í þann mund
sem tungl er að koma upp í Reykjavík. Tungl er laust við al-
skuggann kl. 20 48 og við hálfskuggann kl. 21 48.
Stjörnumyrkvar.
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu
séð. Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls en kemur aftur í
ljós við vesturröndina. Að jafnaði sést fyrirbærið aðeins í sjónauka.
í töflunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnu-
myrkva sem sjást munu hér á landi árið 1978. Tímarnir, sem gefnir
eru upp á tíunda hluta úr mínútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík.
Annars staðar á landinu getur munað nokkrum mínútum. Með birtu
er átt við birtustig stjörnunnar, sbr. bls. 70. í aftasta dálki sést hvort
stjaman er að hverfa (H) eða birtast (B) og hvar á tunglröndinni
það gerist. Tölurnar merkja gráður sem reiknast frá norðurpunkti
tunglsins (næst pólstjömunni) rangsælis. 0° er nyrst á tunglinu, 90“
austast, 180“ syðst og 270° vestast.
Nöfn stjamanna eru flest dregin af heitum stjörnumerkja eða
númeri í stjörnuskrá. Þannig merkir a Taur stjömuna Alfa (grískur
bókstafur) í stjömumerkinu Taurus (Nautið), en sú stjama ber
einnig nafnið Aldebaran. ZC 3208 merkir stjörnu nr. 3208 í skránni
Zodiacal Catalogue.
Með sjónauka og skeiðklukku er unnt að tímasetja stjömumyrkva
upp á tíunda hluta úr sekúndu eða því sem næst Slík athugun er
mikilvæg frá vísindalegu sjónarmiði, því að hún veitir nákvæma
vísbendingu um gang tunglsins. Þeir áhugamenn sem eiga
stjömusjónauka og vildu sinna þessu verkefni eru beðnir að hafa
samband við Raunvísindastofnun Háskólans.
(62)