Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 66
REIKISTJÖRNURNAR 1978
Merkúríus
í sólarátt nokkru eftir sólsetur eða fyrir sólarupprás. Bestu skilyrðin
til að sjá hann verða eftir sólarlag dagana fyrir og um 24. mars, og
fyrir sólarupprás dagana um og eftir 4. september. í fyrra skiptið er
Merkúríus í grennd við Venus á kvöldhimninum. Meðfyigjandi mynd
sýnir stöðu beggjareikistjamanna á vesturhimni í Reykjavík í rökkur-
lok frá 8. mars til 7. apríl og afstöðu þeirra til sólar, sem ætti að vera
6° undir sjónbaug, beint fyrir neðan núllpunkt á lárétta kvarðanum.
Venus (?) er skammt vestan við sól í byrjun árs og kemur ekki
upp fyrr en um sólarupprás. Hinn 22. janúar gengur hún handan við
sól yfir á kvöldhimin en verður ekki áberandi þar fyrr en í mars-
mánuði. Er hún þá auðþekkt af því að hún er miklu bjartari en
aðrar stjörnur. Séð frá Reykjavík kemst hún hæst 15° yfir sjónbaug
í vest-norðvestri við sólsetur í byrjun maí. Að hausti er Venus
enn kvöldstjama, en mjög lágt á lofti. Þótt hún sé lengst í austur frá
sól 29. ágúst, gætir hennar ekki á kvöldhimninum, því að hún sest
fyrir sólarlag. Eftir samstöðu við sól 7. nóvember fer Venus að
sjást sem morgunstjarna og kemst í 13° hæð í suðri fyrir sólarupprás
í desember.
Mars (cJ) er þriðja bjartasta stjarnan á næturhimninum í ársbyrjun
(næst Júpíter og Siriusi) og er auðþekktur af rauða litnum. Síðari
hluta janúar, þegar hann er næst jörð og í gagnstöðu við sól, nær
hann birtustiginu —1,1. Þegar líður að vori, fjarlægist hann jörð og
dofnar verulega. Frá 8. febrúar til 1. mars er Mars svo norðarlega á
hvelfingunni að hann gengur ekki undir sjónbaug x Reykjavík (er
pólhverfur). Síðari hluta árs sést hann ekki.
Mars er í krabbamerki í byrjun árs á vesturleið, gengur í tvíbura-
merki snemma í febrúar, snýr þar við 2. mars og er kominn aftur í
krabbamerki í byrjun apríl.