Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 74
VEÐURATHUGUNARSTÖÐVAR
Grímsey
kHornbjargsviti • r-^Raufarhöfn
Reyðaró MónárbakKi 4>r/\skoruvík
» hóírr' VopnafjörSur
•
Akureyri Grímsstaðir Dalatangi
Gufu- .
skálar
ReykjavfkA • Þinsvellir
SgvöílT'^ymrbakki
Reykjanesviti N^Hella
Stórhöfði
Höfn
Fagurhölsmýri
Mýrar
Uppdrátturinn hér að ofan sýnir nokkrar veðurathugunarstöðvar,
sem oft er getið um í útvarpi. Alls eru veðurathuganir gerðar á u.þ.b.
80 stöðum á landinu og úrkomumælingar á 40 stöðum að auki.
VEÐURMET
Mesti hiti sem mælst hefur á íslandi við staðalaðstæður er 30,5°C
á Teigarhorni þ. 22. júní 1939. Mesti hiti í Reykjavík mældist
9. júlí 1976: 24,3°C. Mestur kuldi mældist á Grímsstöðum 22. jan.
1918: —37,9°C. Daginn áður mældist mestur kuldi í Reykjavík:
—24,5°C. Mest sólarhringsúrkoma mældist á Vagnsstöðum í Suður-
sveit 27.-28. febrúar 1968: 234 mm. Mestur 10-mín. meðalvindhraði
mældist í Vestmannaeyjum 23. okt. 1963: 200 km/klst. Mesta vind-
hviða mældist að Skrauthólum á Kjalarnesi 10. mars 1976: 217
km/klst. Mestur loftþrýstingur mældist í Stykkishólmi 16. des. 1917:
1054,2 mbar (miðað við sjávarmál). Minnstur loftþrýstingur
mældist í Vestmannaeyjum 2. des. 1929: 919,7 mbar.
Mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni við staðalaðstæður er
58,0°C, mælt í San Luis Potosí í Mexíkó þann 11. ágúst 1933.
Mestur kuldi mældist við stöðina Vostok á Suðurskautslandinu
24. ágúst 1960: — 88,3°C. Mest sólarhringsúrkoma mældist á eynni
Reunion í Indlandshafl 15.-16. mars 1952: 1870 mm. Mestur vind-
hraði mældist á Washingtonf jalli í New Hampshire í Bandaríkjunum
24. apríl 1934: 362 km/klst. Mestur loftþrýstingur mældist í Agata
í Síberíu 31. des. 1968: 1083,8 mbar. Minnstur loftþrýstingur
mældist 1000 km norðvestur af eynni Guam á Kyrrahafi 24. septem-
ber 1958: 877 mbar.
(72)