Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 84
Árferði.
í janúar var mikið fannfergi víða um land og tals-
verð frost. í febrúar og mars var veðrátta ákaflega
storma- og umhleypingasöm á vestanverðu landinu og
skiptust þar á snjóa- og frostakaflar og blotar. Var vet-
urinn vestanlands einn hinn hvassviðrasamasti um lang-
an aldur. Norðan- og austanlands var tíð aftur á móti
góð á útmánuðum, oftast stillt og fremur hlýtt. Apríl
var umhleypingasamur og fremur kaldur. Fyrri hluta maí
var kalt, og snjóaði þá stundum talsvert á Suður- og
Suðvesturlandi, en síðari hluta mánaðarins hlýnaði mjög,
og komst hitinn þá stundum yfir 20 stig á Norður- og
Austurlandi. í júní voru einnig hlýindi, einkum norðan-
og austanlands. Mikil hitabylgja gekk yfir landið fyrri
hluta júlí. Hinn 9. júlí komst hitinn upp í 27 stig á Ak-
ureyri og 24,3 stig í Reykjavík (mesti hiti í Reykjavík á
þessari öld). Ágúst var mjög votviðrasamur og kaldur
sunnanlands og vestan, en hlýtt og þurrt var á Norður- og
Austurlandi. Mældist hitinn þar stundum nær 30 stig í
ágústlok. Fjóra síðustu mánuði ársins var veðrátta oftast
mild og stillt, einkum á Suður- og Suðvesturlandi. Var
veðrátta á jólaföstu sunnanlands ein hin besta í manna
minnum. í Reykjavík mældust í desember flestar sól-
skinsstundir og minnst úrkoma frá því er mælingar hóf-
ust.
Brunar.
5. janúar brann íbúðarhús á Stað í Súgandafirði. 15.
febrúar brann íbúðarhús á Efri-Mýrum í Austur-Húna-
vatnssýslu og bjargaðist fólk naumlega. 4. mars skemmd-
ist fiskmjölsverksmiðjan í Hnífsdal af eldi. 25. mars
brann gamalt verslunarhús í Flatey á Skjálfanda. 26. mars
skemmdist fataverksmiðjan Hekla á Akureyri af e'di, og
varð þar mikið tjón. 11. apríl kviknaði í stórum ivartolíu-
geymi hjá álverinu í Straumsvík, og sprakk hann. Varð
af þessu mikið eldhaf, en bráðlega tókst að slökkva það.
(82)