Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Side 86
vík og brunnu þar hjón inni, en tveir aðrir meiddust. 27.
desember kviknaði í húsi í Kópavogi, og slasaðist þar
kona, sem bjargaðist úr eldinum. 29. desember skemmd-
ist fjölbýlishús í Æsufelli í Reykjavík nokkuð af eldi, en
íbúar hússins, 200 að tölu, sluppu allir ómeiddir. 29. des-
ember stórskemmdist eitt af elstu húsum Hafnarfjarð-
ar af eldi. Ýmsir minni háttar brunar voru á árinu.
Ráðstefna um nýjungar í brunavörnum og slökkvitækni
var haldin í Reykjavík í maí. Slökkvilið Reykjavíkur var
kvatt út 352 sinnum (árið áður 432 sinnum) og slökkvi-
lið Akureyrar 101 sinni (82).
Búnaður.
Tún spruttu snemma á Suðurlandi, en mun seinna í
öðrum landshlutum. Grasspretta varð að lokum mjög góð
víðast hvar, einkum sunnanlands. Nokkurt kal var í tún-
um, einkum á Vestfjörðum og sums staðar á Norður-
landi. Heyskapartíð var ágæt á Austur- og Norðaustur-
landi, en geysimiklir óþurrkar voru á Suður- og Vestur-
landi, og hröktust hey þar mjög, og var næringargildi
þeirra lítið. Graskögglaframleiðsla var 7536 lestir (árið
áður um 5500), grasmjölsframleiðsla 330 lestir, hey-
kögglaframleiðsla 431 lest. Gerðar voru tilraunir með
að blanda fiskimjöli og kjötbeinamjöli í grasköggla.
Kornrækt var aðeins stunduð á Sámsstöðum og Þorvalds-
eyri í Rangárvallasýslu og á Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Kartöfluuppskera var 69 182 tunnur (árið áður 63 049).
Var hún ágæt á Norðurlandi og sæmileg í öðrum lands-
hlutum, nema hvað hún brást í Þykkvabæ, mestu kart-
öfluræktarsveit landsins. Gulrófnauppskeran var 7841
tunnur (2811). Tómatframleiðsla var 336 lestir (339),
gúrkuframleiðsla 323 lestir (317), hvítkálsframleiðsla 255
lestir (149), gulrótauppskera 90 lestir (70) og blómkáls-
framleiðsla 44 lestir. Athugaðir voru möguleikar á að
koma upp hér á landi stóru ylræktarveri með aðstoð
Hollendinga. Mikið var unnið að landgræðslu og skóg-
rækt. Var fræjum og áburði dreift úr tveimur flugvélum