Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Síða 88
svæði, hafa eftirlit með úthlutun landsvæða til félags-
ræktunar, byggingu sumarbústaða o.fl. — Búnaðarþing
var haldið í Reykjavík í febrúar. Fjórðungssamband
Norðlendinga hélt mjög fjölmenna ráðstefnu um land-
búnaðarmál og byggðaþróun á Blönduósi í júní. Aðal-
fundur Stéttarsambands bænda var haldinn á Bifröst
í ágústlok. Um 100 íslenskir bændur fóru í kynnisför til
Fjóns í Danmörku í júnílok.
I árslok var búfjáreign íslendinga (í svigum tölur frá
1975):
Nautgripir .................... 60 783 (61 785)
Af þessu voru mjólkurkýr .. 36 511 (36 462)
Sauðfé ...................... 870 848 (860 376)
Hross ......................... 48 205 (46 925)
Útflutningur á landbúnaðarvörum var sem hér segir
í millj. kr. (í svigum tölur frá 1975):
Fryst kindakjöt 1230,0 (589,1)
Loðskinn 1020,9 (652,5)
Saltaðar gærur 105,0 (296,6)
Ull 98,1 ( 59,6)
Refa- og minkaskinn 76,3 ( 36,6)
Lifandi hross 69,1 ( 53,8)
Skinn og húðir 67,7 ( 39,0)
Ostur 62,6 (117,9)
Frystur kindainnmatur . . . . 48,6 ( 46,1)
Kasein 45,6 ( 41,6)
Fryst nautakjöt 19,7 ( 10,1)
Ýmsar landbúnaðarvörur .. 48,1 ( 44,0)
Embætti.
Nokkrar emhættisveitingar o. fl. Fyrri hluta ársins
voru gerðar miklar breytingar á embættaskipun í utan-
ríkisþjónustunni. Var þá Agnar Kl. Jdnsson skipaður
sendiherra fslands í Danmörku, Árni Tryggvason í Nor-
(86)