Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 93
til starfa í Glæsibæ í Reykjavík. Unnið var að því að
koma upp hjúkrunardeild fyrir aldrað fólk í Hafnar-
búðum í Reykjavík. Ákveðið var, að ríkið skyldi taka
við rekstri Landakotsspítala í Reykjavík, en St. Jóseps-
systur höfðu þá rekið hann í meira en 70 ár. Heilsu-
ræktarstöð tók til starfa á Akureyri, og hvíldar- og
hressingarheimili var um sumarið rekið á Laugalandi
‘ Eyjafirði. Sjúkrahótel Rauða krossins á Akureyri var
tekið í notkun í árslok. Fullkominn sjúkrabíll var tek-
inn í notkun á Dalvík. Hið nýja drykkjumannahæli á
Vífilsstöðum tók til starfa í maí. Stofnaður var hjálpar-
tækjabanki til að útvega hjálpar- og endurhæfingartæki
fyrir lamaða, sjóndaufa o.fl. Giktarfélag íslands var
stofnað í október, og á það að fást við vandamál giktar-
sjúklinga. I október var einnig stofnað landssamband fé-
kga sem vinna að málefnum þroskaheftra og var það
nefnt Þroskahjálp. Samþykkt voru ný lög um rekstur
rikisspítalanna, er tóku gildi 1. janúar 1977. Skyldi dag-
gjaldakerfið lagt niður, en spítalarnir fá föst framlög
á fjárlögum.
Heimsóknir.
Eelginn van Rechem, forseti Alþjóðaneytendasam-
handsins, heimsótti ísland í apríl. Grænlandsvika var
haldin í Norræna húsinu í Reykjavík um mánaðamótin
aPril-maí, og komu þá hingað til lands allmargir Græn-
lendingar og sérfræðingar í Grænlandsmálum. Argen-
tínska skáldið J. L. Borges heimsótti ísland í maí. Hinn
heimsfrægi rússneski píanósnillingur E. Gilels hélt tón-
leika hér á landi í maí. Þing norrænna kvensjúkdóma-
ækna var haldið í Reykjavík í júní og voru þátttakend-
,Ur um 500. Þing fatlaðra á Norðurlöndum var haldið
1 Reykjavík í júní. Listahátíð var haldin í Reykjavík í
Juní, og komu þar fram margir útlendir listamenn (sbr.
P ar); Einnig var í júní haldin norræn tónlistarhátíð í
eykjavík, og hélt þá norræna tónskáldaráðið fund þar.
aðstefna æskulýðsleiðtoga á Norðurlöndum var haldin
(91)