Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 94
í Reykjavík í júní. Samstarfsráðherrafundur Norður-
landa var haldinn í Reykjavík í júní. Þing norrænna gikt-
arlækna var haldið i Reykjavík í júní. Formenn og fram-
kvæmdastjórar prestafélaga á Norðurlöndum héldu fund
í Reykjavík í júní. Menningarmálanefnd Norðurlanda-
ráðs hélt fund á Húsavík í júní. Samband norrænna
brúðuleikhúsa hélt námskeið og ráðstefnu í Reykholti
í júní. Ráðstefna norrænna borgastarfsmanna var hald-
in í Reykjavík í júnílok. Um 100 norrænir gestir sóttu
vinabæjamót Garðabæjar í júnílok. Þing norrænna
handavinnukennara var haldið í Reykjavík um mánaða-
mótin júní-júlí. C. Miiller, framkvæmdastjóri Efta, heim-
sótti ísland um mánaðamótin júní-júlí. Um 200 Vestur-
íslendingar dvöldust hér á landi í júlí. Alþjóðaráðstefna
um land og vatn var haldin í Reykjavík í júlí á vegum
vistfræðinefndar vísindaráðs Nato. Nefnd Evrópuráðs-
ins um fiskveiðimál hélt fundi í Reykjavík í júli. Trygve
Lie, fyrrv. forsætisráðherra Noregs, kom í einka-
heimsókn til Islands í júlí. Sendinefnd frá vestur-þýska
þinginu heimsótti ísland í júlí. Mót norrænna heyrn-
leysingja var haldið í Reykholti í júlí. Forsætisráðherra
Finna, M. Miettunen, dvaldist á íslandi við laxveiðar
nokkra daga í júlí. Norrænt unglingamót K.F.U.M. var
haldið í Vatnaskógi í júlí. Evrópuráðstefna skiptinema-
samtaka var haldin í Reykjavík í júlí. Þing norrænna end-
urskoðenda var haldið í Reykjavík í júlí. 70 manna hópur
frá eynni Gotlandi í Svíþjóð heimsótti ísland í júlí, og
í hópnum var skáldið Gustaf Larsson. 80 ungmennafé-
lagar frá Norðurlöndum héldu mót á Flúðum í Ár-
nessýslu í júlí. Sumarnámskeið fyrir útlenda stúdenta
var haldið við Háskóla íslands í júlí og ágúst. Norrænt
biskupaþing var haldið í Reykjavík í ágústbyrjun, og
sóttu það 32 biskupar. Flugmálastjórar Vestur-Evrópu-
ríkja héldu þing í Reykjavík í ágúst. Karl, krónprins
Breta, stundaði laxveiðar í Vopnafirði eina viku í ágúst.
Fundur norrænna ökukennara var haldinn í Reykjavík
í ágúst. Samtök heildsala á Norðurlöndum héldu þing
(92)