Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 99
Blönduós 818 ( 815)
Eyrarsveit 790 ( 801)
Búðir (Fáskrúðsfj.) 764 ( 726)
Gerðar, Gullbr 741 ( 742)
Rangárvellir 712 ( 699)
Reyðarfjörður 686 ( 689)
Hvolhreppur 656 ( 663)
Höfðahreppur (Skagastr.) 610 ( 607)
Neshreppur, Snæf 602 ( 636)
Fámennustu hrepparnir voru Múlahreppur, A.-Barð.,
nreð 19 íbúa, Fróðárhreppur, Snæf., með 21 íbúa, Fjalla-
hreppur, N.-Þing., og Selvogshreppur, Árness., með 22
•búa, Ketildalahreppur, V.-Barð., með 25 íbúa, Klofn-
ingshreppur, Dalas., með 30 íbúa, Hrófbergshreppur,
Strandas., með 32 íbúa, Seyðisfjarðarhreppur, N.-Múl.,
með 38 íbúa og Auðkúluhreppur, V.-ís., og Mjóafjarðar-
hreppur, S.-Múl., með 39 íbúa.
Iðnaður.
Enn átti íslenskur iðnaður við erfiðleika að etja, eink-
Um vegna innflutnings á erlendum iðnvarningi. Banda-
"íska félagið Union Carbide hætti þátttöku í byggingu
járnblendiverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði. Hóf
Þá ríkisstjórnin samninga við norska fyrirtækið Elkem-
Spigerverket um, að það stæði að byggingu verksmiðj-
unnar, og tókust bráðabirgðasamningar í árslok. Skyldu
íslendingar eiga 55% í fyrirtækinu, en Elkem-Spigerverket
45%. Áætlað var að fyrsti hluti verksmiðjunnar tæki til
starfa í ársbyrjun 1979. Voru þá framkvæmdir hafnar á
nÝ við verksmiðjuna eftir nokkurt hlé. Tilraunavinnsla á
perlusteini fór fram í sementsverksmiðjunni á Akranesi.
Er steinninn einkum notaður í múrhúðun og einangrunar-
Plötur. Danskir sérfræðingar leiðbeindu um perlusteins-
iðnað hér á landi. Verksmiðjan Vírnet h.f. í Borgarnesi
var stækkuð. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum átti við
(97)
7