Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 100
mikla erfiðleika að etja, og varð framleiðslan miklu
minni en áætlað hafði verið. Var starfsmönnum þar
fækkað mjög um haustið. Vélsmiðjan Nonni á Ólafs-
firði hóf byggingu verksmiðjuhúss, en þar á að vinna
að samsetningu skipavéla. Verksmiðjur S.I.S. á Akureyri
hófu framleiðslu á ullargarni, sem þolir þvott í vélum
án þess að hlaupa eða þæfast. Þær hófu einnig notkun á
nýjum tegundum gerviefna við framleiðslu á ullarvörum.
Unnið var að mikilli stækkun ullarverksmiðjunnar Gefj-
unar á Akureyri. Gefjun flutti sængurgerð sína frá
Akureyri til Sauðárkróks. Upp komu hugmyndir um að
reisa álver við Eyjafjörð í samvinnu við norska fyrir-
tækið Norsk Hydro, en þær mættu mikilli mótspyrnu
vegna ótta við mengunarhættu. Steiniðjan á Hellu hóf
framleiðslu á rörum, gangstéttarhellum og milliveggja-
plötum. Unnið var að undirbúningi að stofnun tilrauna-
verksmiðju til saltvinnslu á Reykjanesi. Talsverðrar meng-
unar varð vart í nágrenni álverksmiðjunnar 1 Straums-
vík. Unnið var að smíði fimm skuttogara í skipasmíða-
stöðvum hér á landi.
Iðnkynningarár hófst 1. september, og skyldi það
standa til I. september 1977. Tók þá til starfa „íslensk
iðnkynning“, sem hefur það markmið að kynna íslensk-
an iðnað og gildi hans fyrir þjóðina. Standa að henni
iðnaðarráðuneytið, Félag íslenskra iðnrekenda, Lands-
samband iðnaðarmanna, Samband íslenskra samvinnu-
félaga og neytendasamtökin. f sambandi við þetta fóru
fram í október og nóvember iðnkynningar í Borgarnesi, á
Akureyri og á Egilsstöðum. Ráðstefna um framtíð ís-
lensks iðnaðar var haldin í Reykjavík í mars. Mesta fata-
sýning, sem haldin hefur verið hér á landi, var haldin i
Reykjavík í september. fslenskir fataframleiðendur tóku
þátt í ýmsum sýningum á meginlandi Evrópu. Stofnað-
ur var „Verðlaunasjóður iðnaðarins“ til að verðlauna
forustumenn í iðnaði.
Útflutningur á iðnvarningi í millj. kr. (í svigum tölur
frá 1975):
(98)