Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 103
Bridge. Bridgemót íslands var haldið í apríl. Sveit
Stefáns Guðjohnsens varð íslandsmeistari, en Guðlaugur
H. Jóhannsson og Örn Arnþórsson sigruðu í tvímenn-
ingskeppni. íslendingar tóku þátt í Ólympíubridgemóti í
Monte Carlo í maí. Urðu þeir í 20. sæti af 45. Islend-
ingar tóku þátt í Evrópumeistarakeppni ungra manna í
Lundi í Svíþjóð í ágúst. Urðu þeir í 13. sæti af 18. Helgi
Sigurðsson fékk þar verðlaun fyrir best spilaða spil
keppninnar. Hjalti Elíasson var kjörinn forseti Bridge-
sambands Islands.
Fimleikar. Meistaramót íslands var háð í Reykjavík
í mars, og varð Sigurður T. Sigurðsson Islandsmeistari
í karlaflokki, en Karólína Valtýsdóttir í kvennaflokki.
Heimsfrægt sovéskt fimleikafólk hélt sýningu hér á landi
í ágúst, m.a. fimleikakonurnar Nelli Kim og Maria
Filatova. Mikil fimleikasýning var haldin í Reykjavík
5. desember.
Frjálsíþróttir. Frjálsíþróttamót Islands innanhúss fór
fram í Reykjavík í mars. Frjálsíþróttavika var haldin í
barnaskólum í apríl. íslendingar tóku þátt í Norður-
landakeppni kvenna í Finnlandi í júní og urðu í neðsta
sæti. Keppni í frjálsíþróttum milli Islendinga, Norður-
Norðmanna, Norður-Svía og Norður-Finna (Kalott-
keppni) fór fram í Reykjavík í júlí. 200 útlendingar tóku
þátt í keppninni. íslendingar urðu í öðru sæti, en Finnar
unnu keppnina. Unglingameistaramót Islands fór fram
í Kópavogi í júlí. Meistaramót íslands í frjálsíþróttum
utanhúss fór fram í Reykjavík í ágúst og kepptu þar
frægir sovéskir íþróttamenn. Landskeppni milli Islend-
inga og Skota og Norður-íra fór fram í Edinborg í
ágúst. Skotar unnu íslendinga 124:78, en íslendingar unnu
Norður íra 109:93. Fimm íslensk börn tóku þátt í
Andrésar Andarmóti á Kóngsbergi í Noregi í ágúst.
Fjöldamörg ný íslandsmet voru sett í frjálsíþróttum.
Elías Sveinsson setti nýtt íslandsmet í fimmtarþraut
karla, 3533 stig og Ingunn Einarsdóttir í fimmtarþraut
kvenna, 3881 stig. Ingunn setti mörg önnur íslandsmet
(101)