Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Side 104
á árinu. Hreinn Halldórsson setti nýtt íslandsmet í kúlu-
varpi, 20,24 m og Óskar Jakobsson í spjótkasti, 75,86 m.
Örn Eiðsson var kjörinn forseti Frjálsíþróttasambands
íslands.
Glíma. 8. febrúar var keppt um Ármannsskjöldinn, og
vann Þorsteinn Sigurjónsson hann. Íslandsglíman var
háð 24. apríl og varð Ingi T. Yngvason glímukappi ís-
lands.
Golf. Unglingameistaramót íslands í golfi fór fram
á Seltjarnarnesi í júlí. Sigurður Pétursson sigraði í ungl-
ingaflokki, Sveinn Sigurbergsson í drengjaflokki (15 ára
og yngri) og Kristín Þorvaldsdóttir í stúlknaflokki. Golf-
meistaramót íslands var haldið í Grafarholti í ágúst.
Björgvin Þorsteinsson varð Islandsmeistari í karlaflokki,
en Kristín Pálsdóttir í kvennaflokki. Bandaríski golf-
snillingurinn J. Nicklaus sýndi listir sínar hér á landi í
ágúst. Golfskáli var reistur í Herjólfsdal í Vestmanna-
eyjum.
Handknatlleikur. I handknattleik innanhúss varð Fim-
leikafélag Hafnarfjarðar íslandsmeistari í karlaflokki, >
en Fram í kvennaflokki. I handknattleik utanhúss varð
Valur Islandsmeistari í karlaflokki, en Fimleikafélag
Hafnarfjarðar í kvennaflokki. Tveir landsleikir milli ís-
lendinga og Sovétraanna voru háðir í Reykjavík í janúar,
og varð fyrri leikurinn jafntef li, en Sovétmenn unnu hinn
síðari. I febrúar fór fram í Luxemburg landsleikur milli
íslendinga og Lúxemborgara, og unnu íslendingar. I mars
háðu íslendingar og .Túgóslafar landsleik í Novo Mesto í
Júgóslafíu, og unnu Júgóslafar. I mars fóru fram hér á
landi þrír landsleikir milli íslendinga og Bandaríkja-
manna í handknattleik kvenna. Tveir fyrri leikirnir urðu ,
jafntefli, en íslendingar unnu þriðja leikinn. I mars
voru háðir í Reykjavík fjórir landsleikir milli Islendinga
og Kanadamanna, tveir í karlaflokki og tveir í kvenna-
flokki. íslendingar unnu báða leikina í karlaflokki og
annan leikinn í kvennaflokki, en hinn leikurinn þar varð
jafntefli. Norðurlandamót unglinga 1 handknattleik fór
(102)