Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 105
fram í apríl, í karlaflokki í Reykjavík, en kvennaflokki
í Karlstad í Svíþjóð. I karlaflokki sigruðu íslendingar
Norðmenn og Finna, en töpuðu fyrir Svíum og Dönum.
Danir unnu mótið. I kvennaflokki unnu Islendingar
Finna, en töpuðu fyrir hinum. Svíar unnu 1 kvennaflokki.
Hið fræga júgóslafneska handknattleikslið Partisan Bje-
lovar, keppti hér á landi í apríl. Kvennalandslið Islands
tók þátt í móti átta meistaraliða í Hollandi í maí.
Landsleikur í karlaflokki milli íslendinga og Bandaríkja-
Tianna fór fram í Reykjavík í maí, og unnu Islendingar.
f júní háðu íslendingar landsleiki í Milwaukee við Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn. Þeir unnu Kanadamenn, en
töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum. I september fóru fram
hér á landi tveir landsleikir milli Islendinga og Svisslend-
>nga. Svisslendingar unnu fyrri leikinn, en íslendingar
hinn síðari. I desember háðu Islendingar tvo landsleiki
í Austur-Þýskalandi við Austur-Þjóðverja og töpuðu báð-
nrn leikjunum. I desember var háður í Danmörku lands-
leikur milli íslendinga og Dana, og unnu Danir. I des-
ember voru háðir hér á landi þrír landsleikir milli íslend-
inga og Dana. Unnu íslendingar einn leikinn, en Danir
tvo. Sigurður Þorsteinsson var kjörinn forseti Handknatt-
leikssambands Islands.
Hjólreiðar. Átta íslenskir unglingar tóku þátt í alþjóð-
iegri keppni í akstri á reiðhjólum og léttum bifhjólum 1
Vínarborg í maí.
íþróttamaður ársins. Hreinn Halldórsson var kjörinn
'þróttamaður ársins.
íþróttaþing. Þing Í.S.Í. var haldið á Akranesi í sept-
ember. Gísli Halldórsson var endurkjörinn forseti Í.S.Í.
h'tdó. íslandsmeistaramót var haldið í Reykjavík í apríl,
°S varð Gunnar Guðmundsson Islandsmeistari. I febrúar
fór fram í Reykjavík landskeppni milli íslendinga og
Norðmanna og unnu íslendingar. Islendingar tóku þatt
1 Norðurlandameistaramóti í Gautaborg í apríl og urðu
Þar í öðru sæti, en Svíar sigruðu. Gísli Þorsteinsson varð
Norðurlandameistari í léttþungavikt. Á Gautaborgarmót-
(103)