Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Síða 106
inu fengu Islendingar ein gullverðlaun, ein silfurverð-
laun og þrenn bronsverðlaun. íslenskir júdómenn kepptu
í Sovétríkjunum í maí og á Norðurlandamóti í Túns-
bergi í Noregi í nóvember. Á fjölþjóðamóti í Finnlandi
í nóvember sigraði Viðar Guðjohnsen í léttþungavikt.
Karate. Fyrsta íslandsmeistaramót í karate var haldið
í Reykjavik í ágúst og varð Sigurður T. Sigurðsson ís-
landsmeistari (einnig íslandsmeistari í fimleikum). Um
sumarið hélt heimsmeistarinn í karate, japaninn Tanaka,
sýningar hér á landi.
Knattborðsleikur (billiard). íslandsmeistaramót fór
fram í Reykjavík í nóvember, og varð Sverrir Þórisson
íslandsmeistari.
Knattspyrna. Valur varð íslandsmeistari í knattspyrnu,
bæði innanhúss og utanhúss. Landsleikur milli íslendinga
og Lúxemborgara fór fram í Reykjavík í apríl og unnu
íslendingar 1:0. Landsleikur milli íslendinga og Norð-
manna var háður í Osló í maí, og unnu íslendingar 1:0.
Islenska unglingalandsliðið keppti í Ungverjalandi í maí
í Evrópukeppni unglingaliða. Það gerði jafntefli við
Svisslendinga og Tyrki, en tapaði fyrir Spánverjum. í
júní fór fram í Þórshöfn landsleikur íslendinga og Fær-
eyinga og unnu íslendingar 6:1. í júlí voru háðir tveir
unglingalandsleikir milli Íslendínga og Færeyinga, annar
í Færeyjum, hinn á íslandi. Unnu íslendingar annan leik-
inn, en Færeyingar hinn. Keppni unglingalandsliða Norð-
urlanda og Vestur-Þýskalands fór fram á íslandi í ágúst.
Urðu íslendingar í neðsta sæti, en Norðmenn unnu í
keppninni. Landsleikur íslendinga og Lúxemborgara fór
fram í Reykjavík í ágúst, og unnu íslendingar 3:1. I
september fór fram í Reykjavík landsleikur íslendinga
og Belga, og unnu Belgar 1:0. Þá fór einnig í september
fram í Reykjavík landsleikur Islendinga og Hollendinga,
og unnu Hollendingar 1:0. I október fóru fram tveir
landsleikir unglingaliða íslendinga og Norðmanna, hinn
fyrri í Reykjavík, hinn síðari í Sarpsborg í Noregi. ís-
lendingar unnu fyrri leikinn 1:0, en hinn síðari varð
(104)