Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 110
píuleikunum í Innsbruck. Skíðalandsmót íslands var
haldið í nágrenni Akureyrar um páskana, en unglinga-
landsmótið í nágrenni Reykjavíkur um sama leyti.
Nokkrar nýjar skíðalyftur voru settar upp á árinu.
Snjórall. Snjórall eða kappaksturskeppni á vélsleðum
var haldið á Mosfellsheiði í mars.
Sund. Sundmeistaramót Islands var haldið í Reykja-
vík í júní, og voru þar sett nokkur ný íslandsmet og
mörg önnur á árinu. Félagið Ægir vann bikarkeppni
Sundsambands Islands. Unglingamót íslands í sundi var
haldið í Reykjavík í ágústlok. Islenskt sundfólk tók þátt
í sundmóti í Hollandi um mánaðamótin janúar-febrúar.
íslenska landsliðið tók þátt í átta landa keppni í Wales
í júní, og varð í neðsta sæti. Unglingameistaramót Norð-
urlanda fór fram í Reykjavík í júlí og sigruðu Svíar þar
í flestum greinum. Jólasundmót öryrkja var haldið víða
um land í nóvember og desember. Birgir V. Halldórsson
var kjörinn forseti Sundsambands tslands.
Svifflug. Svifflugmót íslands fór fram á Hellu í júlí,
og varð Leifur Magnússon íslandsmeistari.
Landhelgismálið.
Fyrri hluta janúar urðu alloft árekstrar á miðunum
milli íslenskra varðskipa og breskra herskipa og dráttar-
báta. Islenska ríkisstjórnin kærði þá Breta fyrir fastaráði
Atlantshafsbandalagsins, og um miðjan janúar kom
Josef Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins, til íslands til
að reyna að miðla málum i deilunni. 19. janúar lýsti
ríkisstjórn Islands yfir því, að stjórnmálasambandi við
Bretland yrði slitið 24. janúar, ef bresk herskip yrðu þá
ekki komin út úr íslenskri landhelgi. Sama dag lýsti
breska stjórnin því yfir, að bresk herskip yrðu kvödd út
úr íslenskri landhelgi meðan samningaviðræður stæðu yf-
ir. Fóru skipin út 20. janúar. 24. janúar fór Geir Hall-
grímsson forsætisráðherra til London til samninga við
Harold Wilson forsætisráðherra Breta, og stóðu viðræður
þeirra yfir til 27. janúar. Lagði þá breska stjórnin fram
(108)