Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 122
Hafnarfirði (30) og 53 frá Menntaskólanum í Kópavogi
(stúdentspróf í fyrsta sinn).
Landspróf. Landspróf var haldið í síðasta sinn. Undir
það gengu 1724 nemendur (árið áður 1634). Undir sam-
ræmt gagnfræðapróf gengu 1910 nemendur. Kröfur um
framhaldseinkunnir voru nokkuð breytilegar við hina
ýmsu framhaldsskóla.
Raforkumál.
Unnið var áfram að Sigölduvirkjun, og gengu fram-
kvæmdir vel. í nóvember hætti júgóslafneska fyrirtækið
Energoprojekt framkvæmdum við Sigöldu, en Lands-
virkjun tók við þeim. Unnið var áfram að undirbúningi
að virkjun Hrauneyjarfoss. Ný spennistöð var tekin
til afnota í nánd við Úlfarsá við Reykjavík. Hafin var
bygging nýrrar stíflu við Elliðavatn. Lokið var lagningu
raflínu frá Borgarfirði til Varmahlíðar í Skagafirði.
Unnið var að virkjun Suðurfossár í Barðastrandarsýslu.
Annar áfangi Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði var form-
lega tekinn í notkun 22. júlí. Er hann 5,8 megawött, en >
virkjunin öll 8,2 megawött. Hafin var virkjun Hófsár
í Arnarfirði til að auka vatnsrennsli til Mjólkárvirkjun-
ar. Lögð var lína frá Mjólkárvirkjun til Breiðadals í On-
undarfirði. Viðbótarvirkjunin við Skeiðsfoss í Fljótum
var tekin í notkun í október. Framkvæmdir við Kröflu
töfðust talsvert vegna jarðhræringa, og ónýttust sumar
borholurnar þar, en gufuframleiðsla var lítil úr sumuffl-
Unnið var að lagningu línu frá Kröflu til Akureyrar og
unnið að undirbúningi að lagningu línu frá Kröflu til
Austurlands. Unnið var að lokaframkvæmdum við Lag-
arfossvirkjun. Enn var unnið að undirbúningi að virkjun t
Bessastaðaár í Fljótsdal. Rafmagn var leitt á nokkra
sveitabæi, t.d. í Árneshreppi í Strandasýslu. Allmargar
dísilrafstöðvar voru teknar úr notkun, en fáeinar nýjat
voru teknar til afnota, t.d. á ísafirði (önnur á Akureyri
rétt fyrir árslok 1975). Þing íslenskra rafveitna var hald-
ið í Reykjavík í júnílok.
(120)