Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Síða 123
Rannsóknir.
32 erlendir vísindaleiðangrar störfuðu að rannsóknum
hér á landi (tólf breskir, sjö bandarískir, sex frá Norður-
löndum, fimm vesturþýskir, einn franskur, einn sovéskur).
Norræna eldfjallastöðin vann að rannsóknum á íslensk-
um eldfjallasvæðum, einkum Öræfajökli, Tindafjalla-
Jökli, Öskju og Kröflusvæðinu. Unnið var að rannsókn-
um á bergfræði íslenska basaltsins og á bergi frá Jan
^fayen, Boueteyju í Suðurhöfum og frá fornum eld-
fjallasvæðum í Noregi og Grænlandi.
Orkustofnun vann skipulega að jarðhitaleit, t.d. að
kerfisbundnum rannsóknum á jarðhita á Austurlandi,
Vestfjörðum og víðar. Straumrannsóknadeild Orkustofn-
unar vann sem fyrr að ráðgjafastarfsemi um hafna-
gerðir. Gerð var áætlun um rannsóknir á náttúruum-
brotum á Kröflusvæðinu, og unnu að henni Orku-
stofnun, Raunvísindastofnun Háskólans, Norræna eld-
fjallastöðin, Landmælingar íslands og Veðurstofan.
Starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins fór
vaxandi á árinu. Haldið var áfram gagnasöfnun varð-
andi ýmsa þætti sauðfjárrannsókna. Gagnasöfnun þessi
ter fram á tilraunastöðvunum og í bændaskólunum.
^miss konar fóðurtilraunir voru gerðar með sauðfé, t.d.
að fóðra það eingöngu á töðu, og gafst það vel. Byggt var
Wraunafjós á Möðruvöllum í Hörgárdal, og á að vinna
Par að fóðurrannsóknum fyrir mjólkurkýr, holdanaut,
svin og hænsni. Fóðurtilraunir með mjólkurkýr voru
gerðar í Laugardælum, og var borin saman fóðrun með
rnisJafnlega snemmsprottnu grasi. Vegna óþurrkanna voru
efnagreiningaþjónusta og fóðurgildisákvarðanir mjög
auknar. Jarðræktartilraunir voru með svipuðu sniði og
aður, og var megináhersla lögð á rannsóknir á grasteg-
Ur>dum, stofnum og frærækt. Gróðurrannsóknir voru
auknar, og unnið að gróðurkortagerð víða um land, eink-
l'm norðaustanlands. Landnýtingartilraunum þeim, sem
ameinuðu þjóðirnar styrkja, var haldið áfram á sex
(121)