Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 124
stöðum og tveimur nýjum bætt við. Á vegum bútækni-
deildar var unnið að margs konar búvélaprófunum, hey-
verkunarrannsóknum og vinnuathugunum.
Hafrannsóknastofnunin vann sem fyrr að rannsókn-
um á loðnu- og síldargöngum. Hún vann og að rann-
sóknum á þorski, karfa, kolmunna, spærhngi, langhala
og gulhaxi og að leit að humri og rækju, einkum djúp-
rækju. Gerðar voru tilraunir með ræktun á kræklingi.
Eins og að undanförnu var rannsakað ástand sjávar,
hitastig, selta og plöntu- og dýralíf almennt. Gerðar
voru tilraunir með nýjar gerðir veiðarfæra, t.d. rækju-
vörpur af nýrri gerð. Útibú Hafrannsóknastofnunarinn-
ar tóku til starfa á ísafirði og Höfn í Hornafirði.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vann m.a. að rann-
sóknum á fitumagni í loðnu og gerði tilraunir með söfn-
un loðnuhrogna í sjó. Gerðar voru tilraunir með loðnu-
kreistara til að ná meira magni af hrognum úr loðnu
en áður var unnt. Gerðar voru margvíslegar aðrar rann-
sóknir á fiskverkun. Stofnunin vann að því í samráði
við rannsóknastofnanir á hinum Norðurlöndunum að
finna aðferðir til að nýta frárennslisvatn frystihúsa.
Útibú frá stofnuninni tók til starfa í Neskaupstað.
Veiðimálastofnunin vann að margvíslegum tilraunum
í sambandi við laxaeldi og að rannsóknum á vatnasil-
ungi, aðallega í Mývatni.
Líffræðistofnun Háskólans vann m.a. að rannsóknum
á andastofnum og andavarpi við Mývatn, rannsóknum
á lífríki í fjörum og kynblöndun mávategunda. Hún
vann einnig að rannsóknum á laxfiskum og að ýmsum
rannsóknum á veirum.
Rannsóknastofnun iðnaðarins fékk til landsins ýmsa
erlenda sérfræðinga til leiðbeininga. Hún vann að rann-
sóknum á nytsömum jarðefnum, svo sem perlusteini,
málmum og gosefnum og ýmsum hráefnum til iðnaðar,
einkum í trésmíðum, klæðaiðnaði og matvælagerð.
Áfram var unnið að mengunarrannsóknum.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins vann m.a. að
(122)