Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Síða 125
tilraunum um vinnslu byggingarefna úr basalti, rannsókn-
um á sliti og eyðingu malbiks, frostþoli steinsteypu og
slagregnsþoli glugga og annars byggingarefnis.
í Tilraunastöð Háskólans að Keldum var unniö að
veirurannsóknum og rannsóknum á ýmsum búfjársjúk-
dómum. I rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg var
unnið að margvíslegum sjúkdómarannsóknum, m.a. á
krabbameini.
Mannfræðistofnun Háskólans hóf í samvinnu við
ýmsa innlenda og erlenda aðila skipulegar samanburðar-
rannsóknir á Vestur-Islendingum og heimamönnum á ís-
landi. Starfa að þeim mannfræðingar, læknar, sálfræð-
ingar og félagsfræðingar.
Rannsóknahópur undir stjórn Tómasar Helgasonar
prófessors vann að könnun á lífi íslenskra togarasjó-
manna.
Skipuleg rannsókn á þjóðháttum fór fram um land allt,
°8 unnu aðallega stúdentar að henni. Einkum var unnið
a3 rannsóknum á fráfærum, stekkjum og kvíum, vatns-
myllum og vindmyllum og söfnun á gömlum ljósmynd-
um. Annar hópur stúdenta og annarra fræðimanna vann
að rannsókn á þjóðháttum og fornminjum í sveitum
Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðshciðar.
Örnefnastofnunin vann að söfnun örnefna víða um
land og rannsóknum á þeim.
Raunvísindastofnun Háskólans vann að ýmsum rann-
sóknarverkefnum í eðlisfræði, efnafræði, jarðvísindum,
miknifræði og stærðfræði. Unnið var að þróun tækja
111 mælinga á veikum, geislavirkum sýnum og hönnun
stafrænna skráningartækja, sem auðvelda gagnaúrvinnslu.
Gerð var frumathugun á því hve mikið heparín megi
v'nna úr lungum og görnum nautgripa, sauðfjár og hvala.
Weparín er verðmætt lyf, sem hindrar blóðstorknun. I
samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins var unn-
>ð að rannsókn á kjarnasýrum í fiskholdi og næringar-
ástandi sjávarfiska, tilraunum til nýtingar á rækjuúrgangi
111 fiskfóðurgerðar, athugun á efnafræðilegum ástæðum
(123)