Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 126
fyrir næringarrýrnun próteina við hitun og rannsókn á
nokkrum næringarskortssjúkdómum laxfisks. Samvinna
var við Hafrannsóknastofnun um rannsókn á efnum í
sviflausn á hafsvæðunum umhverfis ísland, áhrif fersk-
vatnsrennslis og framburðar af landi á efnabúskap land-
grunnssvæðanna og athugun á næringarsöltum og súr-
efnisdreifingu í hafinu umhverfis ísland. Stofnunin tók
ríkan þátt í rannsókn á jarðhræringum og umbrotum
í Þingeyjarsýslum og sá um jarðsjálftaeftirlit á Kröflu-
svæði. Unnið var að rannsókn á gossögu Eldgjár og
Kötlu. Uppvíst varð um stórgos í Kötlu á 6. tug 14-
aldar, sem lagði byggð miðsvæðis í Mýrdal í eyði um
skeið.
Tilraunir voru gerðar með bræðslu bergs og líkt eftir
hegðun storknandi bergkviku við ýmis skilyrði. í sam-
vinnu við breska vísindamenn voru prófuð tæki til mæl-
inga á þykkt jökla með rafsegulbylgjum. Stofnunin hóf
þátttöku í alþjóðasamvinnu um segulhvolfsrannsóknir,
sem standa mun til ársloka 1979. Sérstök áhersla verð-
ur lögð á mælingar í norður- og suðurljósabeltunum og
samanburð við mælingar í gervitunglum. Vegna legu
íslands verður landið einhver mikilvægasti staðurinn i
þessari rannsóknaráætlun. Meðal rannsókna í reiknifræð-
um voru bilanagreining í tölvukerfum, þróun skráa-
vinnslukerfa og forritunarmála, hóprannsókn Hjarta-
verndar, könnun á tóbaksneyslu, mannerfðafræðirann-
sóknir, gerð reiknilíkans af þorskveiðum og könnun a
tekjudreifingu á íslandi. Unnið var að ýmsum rann-
sóknarverkefnum í hreinni stærðfræði og stærðfræði-
legri eðlisfræði.
Samgöngur og ferðamál.
70 180 útlendingar komu til fslands á árinu (árið
áður 71 676). Af þeim voru 24 095 Bandaríkjamenn
(25 053), 10147 Vestur-Þjóðverjar (7966), 6389 Da"ir
(6665), 5402 Svíar (5751), 3983 Norðmenn (4036), 370
(124)