Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 134
Unnið að Borgarfjarðarbrú.
(Ljósm. Mbl.)
mestu lokið, og var hún formlega tekin í notkun 7. nóv-
ember. Gerð var ferjuaðstaða í Þorlákshöfn og Vest-
mannaeyjum vegna hins nýja ferjuskips. Miklar hafnar-
framkvæmdir voru í Grindavík. Auk þessa var m.a.
unnið að hafnarframkvæmdum á Akranesi, Arnarstapa,
Rifi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Karlsey við
Reykhóla, Patreksfirði, Þingeyri, Hvammstanga, Skaga-
strönd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Hjalteyri, Ak-
ureyri (vöruhöfn), Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn,
Seyðisfirði, Neskaupstað, Reyðarfirði, Breiðdalsvík,
Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Sandgerði og Hafnar-
firði. í Hafnarfirði var tekin í notkun ný, stór hafnarvog
og byggt hús yfir hana. Hafinn var undirbúningur að
gerð smábátahafnar við Elliðaárhólma í Reykjavík.
Gerð var áætlun um hafnargerð á Islandi á næstu fjór-
um árum.
Sími. Sjálfvirkar símstöðvar voru teknar í notkun a
Laugarbakka í Miðfirði, í Reykjahlíð, Staðarhóli, Breiðu-
mýri og Rein í S.-Þing., og á Stöðvarfirði, Breiðdalsvík
(132)