Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 140
lagningu í allmörg iðnaðarhús. Mikið var unnið að
gatnagerð í Hafnarfirði og gerð áætlun um malbikun
allra gatna þar á næstu fjórum árum. 387 íbúðir voru
í árslok í smíðum í Hafnarfirði og mörg iðnaðar- og
verslunarhús. Unnið var í Hafnarfirði m.a. að byggingu
dvalarheimilis aldraðra sjómanna, íþrótta- og félags-
heimilis við Strandgötu, smábarnaskóla, slökkvistöðvar
og áhaldahúss. Lokið var að mestu byggingu dagheimilis,
stækkun íþróttahúss í Flatahrauni og stækkun St. Jós-
epsspítala. Hafin var bygging íbúða fyrir aldraða. Nýr
íþróttavöllur var tekinn í notkun í Kaplakrika í Hafnar-
firði. í Vogum á Vatnsleysuströnd voru 36 íbúðarhús
í smíðum. Lokið var þar byggingu barnaheimilis og
unnið að skólahúsi. Mikið var unnið að hitaveitu Suður-
nesja. Lokið var lagningu aðveituæðar frá Svartsengi til
Grindavíkur og dreifikerfi komið upp þar. Er ætlunin
að Vogar, Njarðvíkur, Keflavík, Garður og Sandgerði fái
hitaveitu á næstu tveimur árum. Reist var bráðabirgða-
varmaskiptistöð fyrir hitaveitu Suðurnesja við Þorbjörn.
í Njarðvíkum var nýtt skólahús tekið í notkun og unn-
ið var að kirkjubyggingu í Ytri-Njarðvík. Allmörg íbúð-
arhús voru byggð í Njarðvíkum. í Keflavík var unnið
að íþróttahúsi, iðnskólahúsi og að stækkun sjúkrahúss-
ins. Hin nýja tollvörugeymsla Suðurnesja í Keflavík var
tekin í notkun. Mörg íbúðarhús voru í smíðum í Kefla-
vík. Unnið var að stækkun Keflavíkurflugvallar og ýms-
um umbótum þar. Lokið var á árinu smíði 132 íbúða á
Keflavíkurflugvelli, en 184 voru í smíðum í árslok. Haf-
inn var undirbúningur að byggingu nýs flugturns á Kefla-
víkurflugvelli. I Garði var dvalarheimili aldraðra, sem
jafnframt er heilsugæslustöð, tekið í notkun. Nær 50
íbúðarhús voru í smíðum í Sandgerði. Þar var unnið
að íþróttahúsi og umbætur gerðar á íþróttavellinum.
Slökkvistöð var tekin í notkun í Sandgerði, og unnið
var þar að byggingu fiskvinnslustöðvar, bifreiðaverkstæð-
is og stórs hænsnabús. Lagningu hitaveitu í hús í Grinda-
vík var að mestu lokið í árslok. Var hitaveitan formlega
(138)