Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Síða 143
geymsluhúsi og nokkrum íbúöarhúsum. Á Eskifirði var
unnið að skólahúsi, áhaldahúsi og slökkvistöð, fisk-
vinnsluhúsi og stóru verslunarhúsi ásamt olíustöð. í
Neskaupstað var enn unnið að endurreisn eftir snjóflóðin
1974. Nýja síldarverksmiðjan tók til starfa, og önnur iðn-
aðarhús voru endurbyggð. Unnið var að stækkun sjúkra-
hússins, heilsugæslustöð, sparisjóðshúsi, kaupfélagshúsi,
stækkun barnaskólahússins og vatnsveituframkvæmdum.
Um 40 íbúðir voru í smíðum í Neskaupstað. Á Seyðis-
firði var unnið að bókasafnshúsi og félagsheimili, safn-
aðarheimili, endurbyggingu sundhallarinnar, lystigarði og
vörugeymslu við höfnina. Unnið var að undirbúningi
að sjúkrahússbyggingu. Minnisvarði um Inga T. Lárus-
son tónskáld var reistur á Seyðisfirði. Einnig var reistur
þar minnisvarði um drukknaða sjómenn. í Egilsstaða-
þorpi voru nær 50 íbúðir í smíðum svo og nokkur iðn-
aðarhús. Unnið var þar að mjólkurstöð, menntaskóla-
húsi, grunnskólahúsi, stækkun félagsheimilisins Vala-
skjálfar, íþróttavelli og vatnsveituframkvæmdum. Hin
öýja sundlaug var tekin í notkun. Unnið var að undir-
búningi að byggingu orlofshúsa samvinnumanna í Ey-
vindardal á Héraði. Á Vopnafirði var unnið að byggingu
frystihúss og var hún langt komin. Hafin var bygging
heilsugæslustöðvar og elliheimilis á Vopnafirði, og nokk-
11 r íbúðarhús voru þar í smíðum.
Þingeyjarsýslur. Enn var unnið að Hólsfjallaáætlun. Á
Þórshöfn var lokið byggingu frystihúss. Unnið var þar
að nokkrum íbúðarhúsum, umbótum á sundlauginni og
undirbúningi að byggingu elliheimilis og að stækkun
skólahússins. Á Raufarhöfn var unnið að vatnsveitu-
framkvæmdum, gatna- og holræsagerð og nokkrum
ibúðarhúsum. Lokið var byggingu rækjuverksmiðju á
Kópaskeri. Unnið var þar að ýmiss konar endurbyggingu
eftir jarðskjálftana, t d. að gerð nýrrar vatnsveitu. Hafin
var bygging varnargarðs við Reykjahlíðarhverfi í Mý-
vatnssveit. Nokkur íbúðarhús voru í smíðum í Reykja-
hlíðarþorpinu. Unnið var að íþróttahúsi á Laugum. Mikl-
(141)