Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 145
notkun við Elliheimili Akureyrar og bústjórahús reist
við elliheimilið í Skjaldarvík. Hafin var bygging endur-
hæfingarstöðvar félags lamaðra og fatlaðra. Unnið var
að skólahúsum, einkum Oddeyrarskóla, Lundarskóla og
iðnskólans. íþróttahús var tekið í notkun í Glerárhverfi.
Unnið var að undirbúningi að byggingu mikils svæðis-
íþróttahúss. Miklar umbætur voru gerðar á Dynheim-
um, húsi æskulýðsráðs Akureyrar. Hafin var bygging
leikvallarhúss. Mikið var unnið að gatnagerð. Reist var
vöruskemma við síldarverksmiðjuna í Krossanesi. Um-
bætur voru gerðar á kirkjunni á Möðruvöllum í Eyjafirði.
Lokið var gerð skeiðvallar á Melgerðismelum. Unnið var
að undirbúningi að byggingu heilsuhælis Náttúrulækn-
ingafélags íslands í Eyjafirði. Á Möðruvöllum í Hörgár-
dal var hafin bygging tilraunafjóss. Á Dalvík var unnið
að byggingu elliheimihs, heilsugæslustöðvar, stjórnsýslu-
miðstöðvar og margra íbúðarhúsa. Unnið var þar að
undirbúningi að gerð nýs íþróttavallar. Lokið var að
mestu byggingu holdanautastöðvar í Hrísey. Á Ólafs-
firði var unnið að gagnfræðaskólahúsi, heilsugæslustöð og
elliheimili og íþróttavelli. Unnið var að umbótum á hita-
veitunni og flugvallargerð. Nokkur íbúðarhús voru þar í
smíðum, og mikið var unnið að gatnagerð. Á Siglufirði
var lögð hitaveita í um helming húsa bæjarins, en miklar
framkvæmdir voru enn eftir við hina nýju hitaveitu.
Unnið var að nýju aðalskipulagi fyrir Siglufjörð. 35 íbúð-
arhús voru í smíðum þar, og mikið var unnið að gatna-
gerð. Unnið var að ráðhúsi og hafin bygging heilsu-
gæslustöðvar. Unnið var að stóru fiskvinnsluhúsi og tré-
smíðaverkstæði. Umbætur voru gerðar á flugvelhnum
í Grímsey og nokkur íbúðarhús voru byggð þar.
Skagafjarðarsýsla. Umbætur voru gerðar á félags-
heimihnu í Ketilási í Fljótum. Nokkur íbúðarhús voru í
smíðum á Hofsósi, m.a. kennaraíbúðir. Miklar umbætur
voru gerðar á frystihúsinu á Hofsósi, og unnið var þar
að byggingu bifreiðaverkstæðis. Lokið var að gera mikinn
garð kringum kirkjugarðinn á Hólum í Hjaltadal. Nær
(143)