Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 146
100 íbúðir voru í smíðum á Sauðárkróki. Unnið var þar
að stækkun gagnfræðaskólahússins. Nýtt sláturhús var
tekið í notkun. Hafin var bygging nýs verslunarhúss
Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hinum nýja
flugvelli við Sauðárkrók var að mestu lokið, og var
hann formlega tekinn i notkun 23. október. Flugbrautin
þar er hin lengsta hér á landi utan Keflavíkurflugvallar.
Borað var eftir heitu vatni við Sauðárkrók. í Varmahlíð
var unnið að byggingu nokkurra íbúðarhúsa og gerð hol-
ræsakerfis. Þar var unnið að byggingu skólahúss og bif-
reiðaverkstæðis. Lokið var endurbyggingu kirkjunnar á
Reykjum í Tungusveit, og var hún endurvígð 27. maí.
Húnavatnssýslur. Á Skagaströnd var unnið að bygg-
ingu nokkurra íbúðarhúsa, m.a. þriggja raðhúsa, og mikið
var þar unnið að gatnagerð. íþróttavöllur og dagheimili
voru tekin þar í notkun, og unnið var að umbótum á
kirkjunni. Á Blönduósi voru nær 50 íbúðir í smíðum.
Unnið var þar að byggingu elliheimilis og fiskverkunar-
húss. Unnið var að lagningu hitaveitu frá Reykjum á
Reykjabraut til Blönduóss. Unnið var að stækkun skóla-
hússins á Húnavöllum. Á Hvammstanga var unnið að
smíði um 35 íbúða, að gatna- og holræsagerð og vatns-
veituframkvæmdum. Þar var unnið að stóru slátur- og
frystihúsi, rækjuverksmiðju, olíustöð og að stækkun
mjólkurstöðvarinnar. Unnið var að byggingu læknisbú-
staðar. Borað var eftir heitu vatni í nánd við Hvamms-
tanga. Unnið var að byggingarframkvæmdum við
Reykjaskóla í Hrútafirði.
Strandasýsla. Lokið var að mestu byggingu skólahúss
á Borðeyri. Hafin var endurbygging frystihússins á
Drangsnesi. Unnið var áfram að byggðaáætlun fyrir
Norður-Strandir, einkum að byggingu peningshúsa.
ísafjaröarsýslur. Enn var mikið unnið við gatna- og
holræsagerð í Vestfjarðaþorpunum. Unnið var áfram
að Inndjúpsáætlun. Á Súðavík var unnið að endurbygg-
ingu frystihússins og kaupfélagshússins. Á ísafirði var
unnið að nýju íbúðarhverfi inni í Skutulsfirði, allmörgum
(144)