Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 148
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla. í Stykkishólmi var
unnið að lcirkjubyggingu, félagsheimili og gistihúsi, stóru
verslunarhúsi, íþróttavelli og nokkrum íbúðarhúsum.
Unnið var að undirbúningi að byggingu elliheimilis.
Unnið var að umbótum á vatnsveitunni. Á Grundarfirði
var sundlaug tekin í notkun. Unnið var þar að smíði
skólahúss, stækkun kirkjunnar, vöruhúsi kaupfélagsins
og um 20 íbúðarhúsum. I Ólafsvík var áhaldahús tekið
í notkun. Unnið var að undirbúningi að byggingu félags-
heimilis, skólahúss og dagheimilis. Mikið var unnið að
gatnagerð. Gert var aðalskipulag fyrir Ólafsvík. Á Hell-
issandi var unnið að byggingu skólahúss, íþróttahúss og
sundlaugar. Gerður var skeiðvöllur á Kaldármelum í
Kolbeinsstaðahreppi.
Mýrasýsla. Heilsugæslustöðin í Borgarnesi var form-
lega tekin í notkun 10. janúar. Unnið var í Borgarnesi
að nýrri mjólkurstöð, íþróttahúsi, sundlaug, dagheimili
og allmörgum íbúðarhúsum. Mikið var unnið að gatna-
gerð. Tólf ný orlofshús samvinnustarfsmanna voru tek-
in í notkun á Hreðavatni. Þjónustumiðstöð orlofshús-
anna í Munaðarnesi var stækkuð. Unnið var að félags-
heimili á Varmalandi í Stafholtstungum.
Borgarfjaröarsýsla. Borað var eftir heitu vatni í Bæj-
arsveit með hitaveitu til Borgarness og Hvanneyrar fyrir
augum. Á Hvanneyri var að mestu lokið byggingu
heimavistarhúss og skólastjórabústaðar. Gert var nýtt
aðalskipulag fyrir Akranes. Um 100 íbúðir voru í smíðum
á Akranesi. Þar var unnið að stækkun sjúkrahússins og
byggingu nýrrar kyndistöðvar fyrir sjúkrahúsið, íþrótta-
húsið og barnaskólann. Unnið var að elliheimili á Sól-
mundarhöfða og að stækkun gagnfræðaskólahússins. Haf-
in var bygging dagheimilis. Lokið var að mestu bygg-
ingu félagsheimilis K.F.U.M. og K. Unnið var að
nokkrum iðnaðarhúsum, og mikið unnið að gatnagerð.
Brjóstmyndir af Haraldi Böðvarssyni útgerðarmanni og
Ingunni Sveinsdóttur konu hans voru reistar á Akranesi.
(146)