Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 156
í júní. Var þess þá minnst, að Stórstúka íslands varð 90
ára 24. júní. Indriði Indriðason var kjörinn stórtemplar,
en Ólafur Þ. Kristjánsson lét af því starfi. Stofnuð voru
samtök aðstandenda áfengissjúklinga (Al-Anonsamtök),
og eiga þau aðild að samnefndum alþjóðasamtökum.
Einnig voru stofnuð sérstök samtök til aðstoðar börnum
áfengissjúklinga.
Fasteignamat. Nýjar reglur voru settar um fasteigna-
mat og tóku þær gildi 31. desember. Hækkaði matið þá
verulega.
Fegurðarkeppni. í október var haldin í Tokio feg-
urðarkeppni „Miss Young International", og varð íslensk
stúlka, Þuríður Steinþórsdóttir, þar í þriðja sæti.
Félag gagnrýnenda. Félag gagnrýnenda í bókmennt-
um, leiklist, tónlist og myndlist var stofnað í apríl, og
var Ólafur Jónsson kjörinn formaður þess.
Fjallgöngur. Sex félagar úr hjálparsveit skáta klifu
Matterhorn í Sviss í júlí.
Fjárskaðar. 23. september fórust á fimmta hundrað
fjár í Svartá við Stafnsrétt í Austur-Húnavatnssýslu.
Flugvélarrán. 11. september rændu króatískir útlagar
bandarískri farþegaflugvél í innanlandsflugi milli New
York og Chicago. Neyddu þeir flugmennina til að fljúga
til Kanada og þaðan til Islands. Lenti vélin á Keflavíkur-
flugvelli og stóð þar við í rúmar tvær klukkustundir og
tók eldsneyti. Þaðan flaug vélin til Parísar, og þar gáfust
ræningjarnir upp.
Fornleifar. Lokið var í bili uppgrefti á miðbænum
í Reykjavík. Grafið var á gamla þingstaðnum í Kópa-
vogi og fundust þar fornir gripir. Haldið var áfram að
grafa upp miðaldabæ í Álftaveri. í Grísatungufjöllum
í Þingeyjarsýslu fundust fornar pjötlur og flísar úr
vopnsköftum. Unnið var að viðhaldi gamalla húsa.
Ríkið keypti hálfa Nesstofu á Seltjarnarnesi og á að
koma þar upp safni um sögu læknislistar á íslandi. Unn-
ið var að viðgerðum á Viðeyjarstofu og bæjunum á
Keldum á Rangárvöllum, Seli í Öræfum og Burstarfelli
(154)