Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 167
ast af því sem sagt verður um páskatunglið hér á eftir.
Útreikningar benda til þess, að þorratunglið geti stöku
sinnum orðið á eftir áætlun, þannig að það verði tínætt
fyrsta sunnudag í níuviknaföstu. Til þess þarf eins dags
skekkju, en meiri skekkja í sömu átt, þannig að þorra-
tunglið verði tveimur dögum á eftir áætlun, er ekki
möguleg, eftir því sem ég kemst næst. Þess er því ekki að
vænta að þorratungl verði nokkru sinni tínætt fyrsta
mánudag 1 níuviknaföstu.
Við látum nú útrætt um þorratunglið en snúum okkur
þess í stað að sjálfu páskatunglinu. Um páskatunglið á
að gilda sú regla að það sé fullt í vikunni fyrir páska
(dymbilviku). Ef tunglfyllingin væri alltaf á þeim degi
sem tungltöflur kirkjunnar gera ráð fyrir, myndi þessi
regla vera undantekningarlaus. En óreglur í gangi tungls-
ins, hlaupár og fleiri skekkjuvaldar geta leitt til þess að
„páskatunglsreglan" bregðist, bkt og þorratunglsreglan.
Hve oft þetta gerist, hve mikil skekkjan getur orðið og á
hvorn veg skekkjan verður helst (rétt tungl á undan eða
eftir áætlun) eru spurningar sem ekki virðast hafa verið
kannaðar til neinnar hlítar. í grundvallarriti um tíma-
talsfræði eftir F. K. Ginzel (Handbuch der mathema-
tischen und technischen Chronologie) segir aðeins, að
það sé sérstakt rannsóknarverkefni að kanna hve vel
páskareglan standist stjörnufræðilega séð, en höfundur
telur þá könnun fyrir utan sinn verkahring. Hann virðist
þó gera ráð fyrir að reglan standist að öllum jafnaði, en
rétt tunglfylling geti stöku sinnum orðið degi á undan
eða eftir áætlun.
í öðru merkisriti um tímatalsfræði eftir J. Fr. Schroeter
(Haandbog i Kronologi) er sett fram ákveðnari skoðun
°g beinlinis fullyrt að tunglfylling páskatungls samkvæmt
töflum kirkjunnar sé að meðaltali rétt, en stöku sinnum
geti skakkað degi. Á öðrum stað kemur þó fram hjá
höfundi að hann reiknar með að skekkjan geti numið
t—2 dögum.
í sumum útgáfum alfræðibókarinnar Encyclopædia
(165)